Komin heim................

Þá er ég lentur hér á klakanum, eftir frábæra ferð til Færeyja.  Síðasta daginn fórum við til Fuglafjarðar, Runavík og Klaksvíkur, við áttum þar mjög gagnlega fundi með nokkrum aðilum.  En mér fannst rosalega gaman að koma til Runavíkur.  Þar fórum við á hafnarskrifstofuna og hittum gamlan vin okkar hafnarstjórann,síðan var farið og hitt Stjórann hjá Eimskip í Runavik hann Valda.  Við Valdi vorum miklir vinir og höfum ekki hist né heyrst síðan ég var þarna um árið, það voru mjög miklir fagnaðarfundir.  Við rifjuðum upp gamla tíma og hlógum mikið og mikið hafði ég gaman að hitta strákanna þarna.

Síðan flugum við í gær til Köben og áttum fund með einum viðskiptavini okkar og fórum með honum á eitt besta veitingahús sem ég hef komið á.  Ekta Danskan gamlan smurbrauðstað í einu flottasta hverfi Kaupmannahafnar.  Ég er búin að koma á marga góða staði en þessi sló öllu við, ekki að það hafi verið dýrt að borða en stemmingin var svo skemmtileg og þjónustan einstök, svo að borða með íhaldsömum miðaldra Dana, og borða síld og smörrebrauð,fráært.

En við fórum svo í loftið kl 2030 frá Kastrup í leiðinda veðri en það var orðið svo hvasst og kalt.  Svo í morgun hringdu svo Færeyingarnir í mig og sögðu að rétt eftir að við fórum af stað frá Vogi hafi byrjað að hvessa og það hafi verið kolbrjálað veður, bátar slitnað upp og bílar fokið út af vegum rafmagnið farið af og fl.  Það var eins gott að við fórum af stað á fimmtudaginn en við vorum að spekúlera að vera einum degi lengur.  En þar sem að það er búið að loka KAGGANUM þá ákváðum við að fara bara heim  nei nei bara jók. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn heim.Ég hef ekki komið til Færeyja en mér er sagt að þar búi frábært fólk og þar sé mjög fallegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl Birna Dís.

Ég er rosalega hrifin af Færeyjum.  Ég var þerna meira og minna í tvö ár að sigla á milli Færeyja og Skotlands.  Ég dái land og þjóð, fyrir utan hvað þetta er svo afslappað og notalegt þarna hjá frændum vorum.

Einar Vignir Einarsson, 4.2.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband