Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Mér finnst að Vilhjálmur eigi að segja af sér setu í Borgarstjórn Reykjavíkur
Það kom í ljós í Kastljósi í kvöld að Vilhjálmur laug að fólki opinberlega og víðsvitnandi í Kastljósi þann 8.okt 2007. Þessi maður á að víkja úr Borgarstjórn Reykjavíkur tafarlaust að mínu mati. Það er mér hjartans mál að fólk vinni heiðarlega í opinbera geiranum og fari ekki með fé okkar að eigin geðþótta. Mig langar að skora á einhvern sem er góður á tölvu og kann að setja á stað undurskriftasöfnun á netinu, að setja af stað undirskriftasöfnun um að Vilhjálmur og aðrir sem komu að þessu máli hvort það eru borgarfulltrúað eða embættismenn víki úr embættum. Við eigum heimtingu á að það fari að koma það siðfræði í stjórnmálum Íslendinga að menn víki ef þeir eru brotlegir. Það á ekki að vera nóg að segjast læra af hlutunum, menn eru hreinlega ekki hæfir í störfum sínum ef þeir geta ekki gert og unnið heiðarlega fyrir landslýð eins og þeir eru kjörnir til. Sama hvar í pólitík sem þeir eru.
Endilega þeir sem til kunna, farið af stað með undirskriftar lista.
Efast um umboð borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.