Og hvað svo.....

Er þetta ekki að sýna okkur að það er verið að versla með pappír í stað peninga, pappír sem ekkert er á bakvið.  Og allt byrjaði þetta með því að það var heimilt að veðsetja syndandi fisk í sjónum, og síðar með því að fasteignarverð var kjaftað upp úr öllu valdi án nokkurs virðisauka.  Byggingarkostnaður hefur ekkert hækkað.  Það sem hefur skeð er að bankar og fjárfestar hafa rakað að sér helling af fjármunum og komið þeim úr landi með fjárfestinum á einhverjum bréfum og og öðrum glæfralegum fjárfestingum.   Svo þegar allt er að fara í þrot er fólkið almúginn píndur og hann keyrður í þrot vegna hás fasteignaverð og okur vaxta.  Síðan á Ríkið að koma að málum og bjarga þessum sömu mönnum sem fengu bankanna gefins frá okkur vinnandi lýðnum, og svo fáum við ekki hærri laun í samræmi við hækkandi vexti og matarverðs.  Þetta er Ísland í dag. 
mbl.is Viðskiptahallinn 200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryptophan

Ef við ætlum að kalla þetta velmegun þyrftum við að finna nýtt orð yfir ástand þar sem gamalt fólk og öryrkjar lifir ekki aðallega á brauðmylsnu ríka fólksins.

Tryptophan, 5.3.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Mér finnst þetta æði meig hann vera sem mestur því að ef við snúum þessu við þá verður þetta skelfing. það sem þarf að huga að er í hvað erum við að eyða þessum viðskiptahalla. Ef hann er að fara í uppbyggingu á atvinnulífi þá eru þetta jákvæðar fréttir en ef þetta er að fara í Range Rover þá er þetta ekki nægilega gott. En treystum á skynsemina.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.3.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband