Loksins komið vor............

Það er komin vor hugur í mann.  Veðrið í dag er búið að vera yndislegt hreint út sagt.  Ég fór niður í bæ og fékk mér göngu túr, það var rosalega gaman að upplifa menninguna í bænum.  Allir brosandi og kátir og mannfjöldi á rölti í bænum. 

Maður skellti sér á bryggjuna eins og gömlum sjóara sæmir og það var ekki laust við það að manni langaði á skak eða eitthvað.  Þar sá ég skip vinar míns frá Akureyri honum Ara Jónssyni sem á og rekur flutningaskipið Axel.  Hann er komin aftur af stað eftir að vera búin að gera við það eftir strandið.  Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með þeim góða dreng enda eigum við margt sameiginlegt.  Báðir erum við áhugamenn um strandsiglingar og báðir erum við með þennan neista sem þarf í svona bissness.  " frábær náungi".   Mjög fallegur dagur verst að maður klikkaði á myndavélinni einu sinni enn. 

Á morgun ætla ég að taka mig til og dusta rykið af golf græjunum og fara að slá aðeins í Básum, áður en ég fer að vinna í pappírum.  Við erum með nokkur mál sem við verðum að klára á morgun.

'i gærkvöldi fórum við á ársháhátíð hjá Bridge klúbbnum í Gullhömrum, það var rosalega gaman, mikið um að vera þar.  Mörg ný tækifæri framundan og já bara spennandi tímar frammundan.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband