Enn og aftur á að nýðast á fólkinu í landinu......... eða hvað?

 

 Er það í lagi að menn ætli sér að haga sér svona.  Nú á enn og aftur að reyna að koma því þannig fyrir að þeir sem keyptu símann fái að hlunnfara alla samninga sem gerðir voru við sölu símans.  Einungis til að þeir ríkari verði ríkari.  Exista er fyrirtæki sem hefur verið í frjálsu falli og nú ætla menn að bjarga því með því að kaupa í símanum og svo má lýðurinn koma til hjálpar.  Það var gerður samningur sem á að halda ellegar rifta honum ekki spurning að mínu mati.  Það er bara verið að gambla með okkar fé til að redda rugl fjárfestingum og Fjármálaráðherra hefur tekið fullan þátt í því, hann heimilaði frestun á skráningu á sínum tíma og nú ætla menn að fara öðruvísi að að koma fyrirtækinu undan því að skrá það á markað og gefa fólki kost á því að kaupa í símanum.  Við skulum mynnast þess að Orri og Agnes vildu þó að við keyptum á sínum tíma en Árni Matthísen og fl. vildu láta sína kumpána fá fyrirtækið á silfurfati.  Nú sá menn það fyrir sér að þeir gætu verið að tapa fé þá á að nota gambl til að hnekkja rétti okkar.

 

Viðskiptaráðherra skoðar Skipta-mál

Viðskiptaráðherra ætlar að láta kanna hvort heimilt sé af Exista að greiða fyrir bréf í Skiptum, móðurfélagi Símans, með nýjum hlutabréfum í sjálfu sér - og þannig gera að engu kaup almennings á hlutabréfum í Skiptum. Formaður Vinstri grænna vill að stjórnvöld krefjist þess að Skipti verði skráð í Kauphöllinni í 1 ár.

 

Skilyrðið fyrir einkavæðingu Símans var að almenningur fengi að kaupa 30% í félaginu og það yrði skráð í Kauphöllinni. Í útboðinu seldist aðeins fjórðungur af 30 prósentunum og telur Greining Glitnis að ástæðan hafi verið of hátt útboðsgengi. 15 mínútum eftir að Skipti var skráð í Kauphöllinni í gær kom tilkynning um að Exista, stærsti hluthafinn, gerði yfirtökutilboð í alla útistanda hluti í Skiptum. Einnig að þeir sem hafi boðið í félagið - fái ekki bréf í Skiptum - heldur í Exista - því Exista ætlar að greiða fyrir yfirtökuna með nýjum hlutabréfum í sjálfu sér.

Niðurstaðan er því sú að almenningur - sem átti að fá að eiga þriðjung í Símanum eftir einkavæðingu - á ekki neitt í móðurfélagi Símans.

Í fréttatilkynningu Exista segir að ástæða yfirtökutilboðsins sé sú að félagið telji ekki vera grundvöll fyrir eðlilega verðmyndun með hlutabréf Skipta á markaði í ljósi niðurstöðu nýafstaðins hlutafjárútboðs og þeirra óvenju erfiðu markaðsaðstæðna sem nú ríkja. Skýring Greiningar Glitnis á því hvers vegna ekki hefði selst nema fjórðungur þess hlutafjár sem boðið var út - var sú að útboðsgengið hefði verið of hátt. Greining Glitnis telur að hæfilegt gengi hefði verið 5,7. Það er jafnframt lokagengið í Kauphöllinni í gær.

Fyrir útboðið átti Exista tæp 44% í Skiptum en verði af yfirtökutilboðinu eignast Exista 64% hlut í móðurfélagi Símans.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur að stjórnvöld geti farið fram á að Skipti verði skráð í Kauphöllinni í 1 ár. Skýr skilyrði hafi verið sett fyrir sölu Símans.

Ekki náðist í fjármálaráðherra í dag. En Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segist skilja að eigendur Skipta vilji taka það af markaði í svo vondu árferði. Hann furðar sig á því að greiða eigi fyrir bréf í yfirtökunni með hlutbréfum í Exista.

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband