Hvað er til ráða???

 

 Það voru ekki fallegar fréttir sem komu þennan Páskadagsmorgun og ég held því miður að þær séu sannar.  Hvað getum við gert?  Ég held að við séum ekki með nein tromp í hendi.  Bankarnir eru búnir að veðsetja allar eigur Íslendinga í botn svo sem fasteignir,fiskinn í sjónum,og öll okkar fallvötn eru að verða uppseld stóriðju og ég held í rauninni er það eina sem gæti mýkt þetta hrap er að fara í báðar álversmiðjurnar en við eigum varla möguleika á því að geta virkjað nægilega til þeirra.  Fólkið í landinu er að lenda í heljargreipum skulda og vonleysis.  Þó svo að ríkisstjórnin vilji gera eitthvað þá getur hún lítið aðhafst vegna þess að hún hefur engin verfæri til þess, þar sem hún er búin á síðustu árum færa eignir sínar til einkageirans og þar með missa öll tök á þeim auð sem við áttum.  Síðan en ekki síst er stjórnin með misjafna sýn á ástandið.  Sjálfsæðismenn eru enn að reyna að einkavæða það síðasta sem er sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið í heild sinni, en Samfylkingin vill taka upp Evru og ganga inn í Evrópusambandið.  Ég held líka að það sé í raun einn möguleiki fyrir okkur.  Enda eigum við ekki neitt í þeim fiski sem við vorum að vernda og reyna að halda í það eru erlendir bankar og aðrir auðmenn í Evrópu sem eiga allan fisk sem syndir her í kringum landið okkar. 
Prenta fréttSenda frétt

Segja efnahagslífið að hruni komið

Íslenska ríkisstjórnin reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir algjört hrun íslensks efnahagslífs. Þetta segir í grein í viðskiptakálfi Lundúnablaðsins Sunday Telegraph í dag.

Í greininni er haft eftir kauphallarmanni að litið sé á landið í heild sem eitraðan vogunarsjóð sem enginn vilji hafa neitt með að gera. Bent er á að íslenska krónan hafi fallið mikið undanfarið. Þótt ríkisstjórnin og stjórnendur íslensku bankanna neiti því að þeir eigi í fjárhagserfiðleikum þá sé skuldatryggingaálag þeirra óheyrilega hátt.

Þá segir að vandamál bankanna séu ekki einskorðuð við Ísland. Fjárfestingar eins þekktasta viðskiptavinar Kaupþings í Bretlandi, kaupsýslumannsins Robert Tchenguiz, hafi hrunið í verði undanfarið ár. Bankinn hafi fjármagnað þær allar. Hann sé aðeins einn af 15 stórum viðskiptavinum bankans í Bretlandi sem eigi í erfiðleikum.

Greinina í Sunday Telegraph má finna hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekkert væl og vol! - bretta bara upp ermarnar. - gleðilega páska, karlinn. 

  Blessed Easter 





Haraldur Bjarnason, 23.3.2008 kl. 13:55

2 identicon

Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Einar og gleðilega Páska.  Á gömlu sjómannamáli má segja að það sé nokkuð dökkur kólgubakki við sjóndeildarhringinn og lítil von til að hann leysist upp án þess að lenda á okkur. Stjórnmálamenn okkar hafa í langan tíma gengið fram af fullkomnu ábyrgðarleysi og því stöndum við nú ótúlega berskjölduð gagnvart því sem framundan er.

Ég er alltaf að bíða eftir því að stjórnmálamenn okkar verði rukkaðir nú um ríkidæmið sem þeir sögðu fyrir fáeinum mánuðum að væri hjá okkur. Þá vorum við svo rík þjóð að allt var hægt að gera og engar blikur á lofti. 

Mér hefur virst stjórnmálamenn okkar og greiningadeildir bankanna vera álíka traustvekjandi og fimm daga spár veðurstofunnar.

Kíktu á bloggið mitt. Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér undanfarna mánuði, enda gamall sjóari sem þróaðist yfir í hagdeildarmann í banka.  Það var ekki efnileg blanda fyrir hvítflibbaliðið. Of mikil raunsæi á ferðinni fyrir þá. 

Guðbjörn Jónsson, 23.3.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Takk fyrir innlitin öll .. Já Guðbjörn ég er hjartanlega sammála þér,  Nú er komið að skuldadögum og fólk verður virkilega að bretta upp ermarnar eis og Halli segir.  Þessir menn sem eru á hinu háa Alþingi eru engvanvegin í takt við það sem er að gerast núna, enda eru mikið af þessu fólki sem hefur aldrey unnið með höndunum og þetta fólk heldur að peningarnir verði tl í Seðlabankanum.  En núna hafa erlendar þjóðir misst trúnna á þessari "ríku" þjóð

Einar Vignir Einarsson, 23.3.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband