Laugardagur, 19. apríl 2008
Nú ætla Sæferðir að reyna að kreista meira fé út.....
Ég var að hlusta á fréttatímann á RUV kl 1800 í dag. Þar kom frétt un að Breiðafjarðar ferjan Baldur myndi fækka ferðum vegna þess að niðurskurðar af vega-fé til ferjusiglinga.
Það er erfitt fyrir hann að stunda rekstur núna þar sem þeir eru búnir að vera reka öll sín fyrirtæki á styrkjum frá bæði sveitarsjóði og með ríkisstyrkjum. En nú eru völd Sturlu að minka svo ekki getur hann ekki bankað þar, nema kannski með litlum árangri. En nú á að fara herja á að auglýsa að það vanti meira fé til ferjusiglinga. En núna er að styttast í annan endann á samningnum og hann vill fá meira fé til að getað haldið áfram á sömu braut. En er ekki komið að því að hann greiði það sem honum ber varðandi söluna á gamla Baldri ásamt vöxtum áður en það er farið að ausa í þetta meira fé.
Athugasemdir
Finnst þér ekki erfitt að hafa þennan mann á heilanum?
Held að samstarfsmaður þinn úr Hólminum ætti að hætta rugla í þér varðandi Sæferðir og starfsemi þess fyrirtækis.
Sigurjóna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 15:18
Sæl Sigurjóna. Ég sef alveg rólegur yfir öllum mönnum. Það er engin sem ég er með á heilanum en hitt er annað mál að ég er bara búin að vera fylgjast með gjörðum og vinnubrögðum fyrrverandi Samgönguráðherra og Bæjarstjóra Stykkishólms. Þau eru bara þannig að ekki er allt eðlilegt þar, og þar koma Sæferðir stert inn. Ég er líka búin að vera að vinna að öryggismálum sjómanna og þar eru mikið af upplýsingum sem eru rosalega skrítnar undanþágur sem ráðherra hefur gefið þessu fyrirtæki. Og að þú skulir vera að reyna að blanda einhverjum öðrum inn í málið þá er það bara algjörlega úr lausu lofti gripið. Mikið af þessum upplýsingum er hægt að fá hér á netinu þú getur leitað ef þú vilt. Svo finnst mér þú vera eitthvað pirruð á þessum skrifum mínum, er þetta eitthvað að koma við þig? Ef svo er þá er auðveldlega hægt að lesa ekki síðuna mína.
En samt vil ég þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að lesa þetta blogg, þú kannski fræðist eitthvað um sukkið þarna fyrir Vestann.
Einar Vignir Einarsson, 25.4.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.