Laugardagur, 26. apríl 2008
Smá saga um hvernig maður er plataður.......................
Mig langar að biðja fólk um að gæta vel að sér í verslunum. Þannig er að afastrákurinn minn eldri bað afa sinn að koma í Hagkaup í Holtagörðum af því að hann var búin að safna sér fyrir einhverri byssu, þannig að við fórum í Hagkaup og við ákváðum að kaupa pakka handa öllum barnabörnunum litla sumargjöf. Konan fór í að skoða eitthvað og síðan fórum við og greiddum fyrir vöruna eins og vera ber,en þá kom í ljós að það átti að snuða okkur um 850 kr frá auglýstu verði og verði á kassa. Ég er aldrei að skoða þessi verð en Sirrý skoðar þau alltaf og hún gerði athugarsemd við þetta og þá kom einhver stúlka og ætlaði að þræta fyrir þetta og vildi meina að við hefðum vitlaust fyrir okkur en þá tók konan hana að rakkanum og sýndi henni og viti menn þetta var rétt hjá okkur. Síðan fór hún í Blómaval og var að kaupa mold og var hún auglýst á 690 kr og þegar við komum á kassann þá var hún á 740 kr mismunur 50 kr, ekki er öll sagan sögð. Síðan lá leiðin í Nóatún Grafarholti þar sem okkur vantaði eitthvað smá og þar var sama sagan ekki sama verð á kassa og auglýst er á rekkum. Þetta voru ekki stórar tölur hjá okkur í dag,við vesluðum í heildina fyrir um 5500 kr og það sem átti að snuða okkur um voru 1000 kr. Þannig að þetta eru miklir peningar fyrir fólk sem hefur fyrir mörgum munnum að sjá.
Athugasemdir
Langaði að koma með smá innlegg....
ég lenti nefninlega í þessu sama á föstudaginn. Þá fór ég í Hagkaup í skeifunni, byrjaði á því að kaupa mér snyrtivörur sem ég þurfti svo að hafa fyrir að fá að borga rétt uppsett verð miðað við merkingar í hillunni. Svo þegar ég hafði verslað í matvörunni og ætlaði að borga á kassanum, þá var ég með 3..... já 3 hluti sem voru vitlaust verðmerktir!!!!!!! Fólkið sem var á eftir mér í röðinni á kassanum smám saman týndist í burtu þar sem það tók auðvitað óratíma að fá þetta leiðrétt allt saman.
Áfram neitendavaktin!!!
Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 22:19
Það verður að fylgjast vel með þessu.Ég hef nokkrum sinnum lent í svona.Plott og óheiðaleiki
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:54
Þetta hljómar illa, í þrem búðum sama daginn sem segir að þetta er trúlega algengara að svindlað se á manni frekar en við borgum rétt verð. úfff
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.4.2008 kl. 00:15
Já stelpur þetta er vonandi bara tilviljun en ég ætla allavega að fara að fylgjast betur með,það er á hreinu
Einar Vignir Einarsson, 27.4.2008 kl. 00:45
Já sæll!! voðalega er gaman að lesa það sem þú ert að skrifa Einar minn!!
bið að heilsa henni Sirrý....... kær kveðja Hrönn í sveitinni
Hrönn Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.