Sunnudagur, 27. apríl 2008
Ég vil þakka fyrir mjög góðan þátt á Bylgjunni í morgun.......
Ég vaknaði í morgun eins og venjulega á Sunnudögum og ætlaði á fundin minn. Ég kveikti á útvarpinu og þá var viðmælandi Valdísar, Sigríður Björnsdóttir sem er formaður samtakana Blátt áfram. Ég fór að hlusta og ég fraus gjörsamlega. Að hlusta á þessa blessaða konu og raunir hennar var svo átakanlegt. Ég límdist við útvarpið og gleymdi fundinum mínum. Ég er svo viðkvæmur að ég hreinlega táraðist og varð svo gjörsamlega vanmáttugur á að hlusta á lýsingar hennar á æsku sinni og baráttu fyrir lífinu. Mér finnst svona konur eins og Sigríður vera ótrúlega sterkar og óeigingjarnar og kjarkaðar að stíga fram og segja sögu sögu sína.
Þetta var miklu meira fyrir mig að hlusta á þennan þátt, en að fara á fundin minn. Ég vil þakka Valdísi Gunnarsdóttur fyrir þennan þátt og hún á heiður skilið hversu nærgætnislega hún nálgast viðmælendur sína. Og að lokum vil ég þakka Sigríði Björnsdóttir fyrir að deila með okkur," þessum fáfróðu" sögu sinni og ég bið góðan guð að vernda hana og styrkja í raunum hennar og baráttunni með son hennar.
Athugasemdir
Það er svo mikil hetjudáð að segja frá ofbeldinu.Valdís er góður útvarpamaður(kona)
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:34
er 100%sammála að þátturinn hennar Valdísar er alveg ómetanlega góður og er ég búin að hlusta á þáttinn hennar af og til og að hlusta á viðtalið við hennar Sigríði Björnsdóttir ,var átakannlegt
lady, 28.4.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.