Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Til hamingju Hjúkrunarfræðingar...
Mig langar að óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með sigurinn í þessu máli. Stjórnunin í þessu landi er að verða komin að þolmörkum, fólk er að verða búið að fá nóg af svona stjórnunarstíl eins og þessi stjórn er að sýna. Mér finnst aðdáunarvert hversu þetta fólk stóð saman í sínum aðgerðum. Það sem kom mér mest á óvart var hrokinn í settum framkvæmdastjóra LSH. í kvöldfréttum RUV. Það eitt sagði mér að tilskipunin kom að ofan frá ráðherra og engum öðrum. Þetta fólk er að vinna mjög óeigingjarnt starf á lúsarlaunum. Ráðherra og stjórnvöld ætluðu að keyra fólkið niður á þeirra vilja en sem betur fer tókst það ekki.
Mér finnst aðgerðir vörubílstjóra og nú Hjúkrunarfræðinga sýna að það eru allir búnir að fá nóg,og ætla ekki að láta að nýðast á sér meira.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.