Laugardagur, 3. maí 2008
Ekkert af markmiðum náðist fram.... Það er málið.
Öll saga þessa skips er sorgar saga,og öllum þeim sem að því hafa komið til vansa. Og sorglegt að engin er látin bera ábyrgð á sukkinu. Það sem hefur komið í ljós eftir að skipið var tekið í notkun er að skipið gengur minna en ætlað var, skipið er ekki að geta flutt þungavöru nema með sértækum aðgerðum, og fl. Eftir lestur þessarar skýrslu er að þessar skoðanir sem hafa farið fram með ólíkindum,og maður gæti haldið að það hefði bara verið gleðiferðir og lítið staldrað við um borð til að skoða skipið. Öll framganga ráðuneytis í málinu er lituð kosningabaráttu og atkvæðasmölun.
Það er með ólíkindum að engin sé látin bera ábyrgð,eins og ég hef oft talað um í skrifum mínum. Bæði Árni Matthísen og Sturla Böðvarsson hafa farið hamförum í bullinu. Hver annar en Árni Matthísen hefur látið Vélsmiðju Orms og Víglundar hafa verkið á svona kjörum,og alveg með ólíkindum að mennirnir hafa getað skrifað reikninga út í eitt,enda hafa útboðsgögn verið ylla skoðuð og verklýsingar mjög slæmar ef þær hafa verið yfir höfuð, Vélsmiðjan hefur notað sénsinn og skrifað og skrifað reikninga á aukaverk og á þær breytingar sem áttu sér stað í ferlinu það er vel þekkt að menn nái sér í auka peninga á svona bulli. Sturla Böðvarsson hefur þagað og ekki tjáð sig um málið og segist ekki hafa neitt um málið að segja það sé annar Samgönguráðherra, enda er það hollast fyrir hann, menn gætu farið að spyrja óþægilegra spurninga. Það eru svo mörg embættis afglöp sem hann hefur gert í gegnum tíðina bæði sem bæjarstjóri og ráðherra. Ég er að bíða eftir smá upplýsingum og ég mun þá skrifa meira um það hér síðar,þar sem margt skondið koma fram.
Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því hvað verður um gamla Sæfara, hvert skyldi hann fara og á hvaða pening?? Hverjar verða kröfurnar um eignarhald á honum. Hver fær söluhagnaðinn og fl.og fl.
En að lokum vona ég að þetta nýja skip gangi vel, og að það komi til með að þjóna Grímseyingum vel og verði laust við bilanir og uppákomur. Gæfa og gengi fylgi skipstjóra og áhöfn í framtíðinni.
![]() |
Öll meginmarkmið með Grímseyjarferju náðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.