Heilræði fyrir formann verkalýðsfélagsins á Akranesi.

Ég sem gamall Skagamaður hef fylgst með þróuninni hjá H.B.Granda.  Þetta er vel rekið fyrirtæki sem er að gera mjög flotta hluti varðandi markaðsmál og skipulagningu í sínum rekstri.  Það eru fá fyrirtæki sem eru að gera eins flotta hluti í sínum rekstri. 

En það hefur hvarflað að mér að Formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi og Bæjarstjórinn hafa farið hamförum varðandi umfjöllun um gjörðir H.B.Granda með hótunum og fyrirspurnum.  Er það Skaganum til hagsbóta að vera láta svona???  Mér finnst að Bæjarstjórnin og Verkalýðsfélagið eigi frekar að leggjast á árarnar og reyna að halda fyrirtækinu innan Akranes í stað þess að sparka á eftir því.  Ég er viss um að ef menn leggist á eitt og greini vandan og vinni eitthvað í honum sem gæti verið til þess að stjórnendur fyrirtækisins endurskoði afstöðu sína og sjái sóknarfæri að koma með starfsemi sína uppeftir aftur.  Það er nú ekki fýsilegt að koma með rekstur inn í sveitafélag sem er með svona áróður og bíði eftir að aðrir komi og reddi hlutunum fyrir þá og vilja ekkert gera til að bjarga hlutum.  Það eru fullt af möguleikum uppi á Skaga.  Við eigum flotta höfn þarna, það væri t.d. hægt að búa til félag um rekstur á frystigeymslum sem yrði á höfninni.  Þá fengjum við vinnslu skipin meira þangað til löndunar.  Það yrði líka fýsilegra að efla þar uppsjávar vinnslu aftur.  Við áttum gott fyrirtæki þarna sem var Nótastöðin er möguleiki að endurvekja hana?  Við erum með úrvals fólk í fiskvinnslu og í viðhaldsgeiranum, eru sóknarfæri þar??

Það hljóta að vera fullt af sóknarfærum þarna heima allavega eru Skagamenn þekktir fyrir allt annað en að gefast upp.  Við megum ekki leggja árar í bát og standa eins og hanar og gala og kenna öðrum um.  Það eru fleiri félög þarna uppfrá sem hægt er að renna styrkari stoðum undir, bæði í  útgerð og þjónustu.  Menn verða að athuga menn eru með rekstur sinn á þeim stað þar sem gott er að vera.

Mín skoðun er sú að menn eiga að slíðra öll sverð og leggjast á árarnar og byggja upp,í stað þess að rífa niður það skapast alltaf sóknarfæri þegar eitthvað dettur út.  Ef ekkert er gert þá verður ekkert verkalýðsfélag og þá fækkar störfum meira allavega á þeirri skrifstofu.


mbl.is Sakar HB Granda um fantaskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Það er alltaf gaman að heyra svona jákvæðni og ég tek heilshugar undir þessar athugasemdir þínar.  fólk verður að hætta að væla og skæla og reyna að líta björtum augum á framtíðina því tækinfærinn eru allstaðar það er bara að eygja þau.  Meðan barlómurinn er viðvarandi sjást þau ekki.  Ef menn slíðra ekki sverðin mun sundrungin verða alger

Þú ert það sem Vestfirðir þyrtfu að fá

Áfram Einar

 Axel Eyfjörð

Axel Eyfjörð (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Það er auðvelt að tala um skæl og vol, en sá sem hefur verið flengdur, kyssir ekki vöndinn fyrir kurteisissakir.

Bergþóra Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 02:30

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Þakka þér fyrir hlý orð Axel. 

 En Bergþóra ég hef verið flengdur með vendi og ég hef ekki kisst þann vönd,en ég hef aðeins þroskast síðan og ég sé að það var engum til góðs og síst af öllu mér sjálfum að vera með fullt af gremju í garð þess sem flengdi mig.

Einar Vignir Einarsson, 6.5.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband