Laugardagur, 10. maí 2008
Strandsiglingar aftur á dagskrá.....
Eins og flestir sem þekkja mig ,þá er ég talsmaður strandflutninga við strendur Íslands. Við erum ein eyja og við eigum að nota þær hafnir sem eru til í landinu. Við erum búin að vera að byggja öruggar hafnir og aðstöður þar. Það er alltaf verið að tala um að það sé krafa allra að koma allri vöru strax suður. Þetta eru lítil rök þar sem við erum bara með skip frá landinu einu sinni í viku. Varan er ekkert að fara hraðar frá landinu.
Ég veit vel að neysluvara (dagvara verður alltaf að fara landleiðina það er engin spurning,og til að nýta bílana til baka þarf að fá vöru til baka. Við erum með fullt af fisk sem er að fara í flug og eins sem er að fara í vinnslu hér fyrir sunnan og annað. En það er mikið af vöru sem er í frystigámum sem fer síðan beint í skip og út. Þessi vara á að fara um borð í strandferðaskip ekki spurning. Ef það er spurning um afurðalán þá á bara laga það.
Við erum með mikið af vöru sem er í stórsekkjum s.s. salt og sement og önnur byggingarvara, þetta hefur ekkert að gera á vegum landsins. Flestar vinnuvélar og önnur stór tæki má setja um borð í skip og fl.og fl.
Eitt skip er að menga miklu minna en stórir flutningabílar,vegakerfið okkar er engan vegin að þola þessa bíla fyrir utan hættuna sem þetta er að skapa. Nú er t.d skip Olíudreifingar M/V Keilir komið á sölu og hvað þá ??? Þá bætist við öll olía á vegina. Þetta er bara rugl.
Ég var skipstjóri á M/S Jaxlinum og ég sá alveg hvað svona skip getur,og hverju það getur afkastað. En það er ekki vilji hjá stóru skipafélögunum að koma á aftur strandsiglingum og alls ekki hjá stjórnvöldum ennþá allavega. En mér heyrist einhverjar breytingar á því hjá stjórnvöldum sem betur fer. M.S Jaxlinn gekk ekki nægilega vel þar sem ekki var vilji hjá öðrum félögum að vinna með okkur en flest fyrirtæki selja exworks og þar af leiðandi er flutningurinn hjá stóru skipafélögunum sem er bara gott mál.
Ég vona að það verði meiri umræða um þessi mál á næstunni, allavega er ég tilbúin að að leggja mitt á vogaskálarnar í þeirri umræðu og ég er með mikið af upplýsingum sem hægt er að birta.
Athugasemdir
Gott innlegg hjá þér félagi. Auðvitað á að kanna alla möguleika á strandflutningum og létta verulega af vegunum. Svo má líka skoða möguleika á stystu lið milli Íslands og Evrópu. Gera Reyðarfjörð að fríhöfn fyrir vöruflutninga og dreifa vörum með strandflutningum þaðan. Þar er öll aðstaða til staðar við höfnina, ekki bara álhöfnina, heldur Reyðarfjarðarhöfn sem byggð var upp sem flutningahöfn fyrir áratug. Fiskútflutningur af Norður- Austur- og Suðurlandi getur líka auðveldlega farið um besta og öruggasta flugvöll landsins, sem er á Egilsstöðum. - Þetta á allt að skoða og hætta að alhæfa um að miðpunkturinn sé Reykjavík þótt ágæt sé.
Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 22:58
Sammál þér Halli. Ég bauð uppá þennan möguleika þegar ég var á Jaxlinum en ég er kannski á undan þróuinni he he he he he
Einar Vignir Einarsson, 10.5.2008 kl. 23:54
Sæll Tryggvi
Ég er sammála þér að flest öllu leiti. Eiginlega að öllu leiti nema varðandi Jaxlinn. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið vel útbúin. Þetta skip hentaði mjög vel á Vestfirðina, hann var með 80 jonna bómu sem var nauðsinlegt því að við vorum að taka mikið af heafi lift um borð s.s gröfum búkollun og fl. Neðsa lestin í honum var einangruð. Það var bara fram dekkið sem hægt var að norta undir bíla þá var því slakað niður annas var þeð bara uppi. Við vorum með 13 x 40ft um borð og svo bretta rími á millidekkinu.
Ég er sammála þér með Sturlu Böðvarsson hann var gjörsamlega blindur á þessi mál og vildi ekki einu sinni ræða þessi mál. Honum var bara stjórnað af Eimskip, og það grátlega er að þessi sem tók við Samgönguráðuneytinu Kristján Möller hefur ekki svarað marg ítrekuðum töflupóstum og er að vinna málið alveg eins. Við munum eftir þessari nefnd sem átti að stofna hverjir heldur þú að verði í henni??? Ég er viss hverjir verði í henni ekki spurning.
En með þæginda fánan, þá er Íslenska flaggið að verða það besta miklu betra en t.d. það Færeyiska og NIS. Það er að klárast að ganga frá því.
Einar Vignir Einarsson, 11.5.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.