Föstudagur, 20. júní 2008
Búið að vera mikið að gera.
Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið. Maður er alltaf að læra í þessu starfi. Eitt er það sem ég er að upplifa það þessa daganna að það er ekki til hér á landi neitt Mansement fyrirtæki og vekur það furðu hjá mér. Við erum eyja hér í norður höfum sem erum háð siglingum til að koma vörum til og frá landinu. Að vísu eru Eimskip og Samskip sjá um sín skip en þess utan er ekkert óháð fyrirtæki til held ég.
Mér finnst þessi vinna ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík fyrir mig sem er búin að vera lokaður út á sjó öll þessi ár og er að rembast við að halda mér í landi,þá hefði ég ekki getað hugsað mér að vera í annarri vinnu. Mér finnst ég finna mig rosalega vel í þessu starfi. Þarna er allt sem ég get hugsað mér, mikil aksjón og skorpuvinna sem hentar mér rosa vel.
Athugasemdir
Hvað er mansement fyrirtæki???
Ása (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.