Laugardagur, 30. ágúst 2008
Blautur dagur í dag hjá mér.
Ég er búin að vera latur að blogga undanfarið, ég fór í smá frí, og svo er búið að vera mikið að gera hjá mér í vinnunni,svo að ég hef ekki verið viljugur að blogga en það kemur aftur vonandi mér finnst svo gaman að þessu.
Það var blautur dagur hjá mér. Við vorum með Grilldag hjá Starfsmannafélaginu okkar. Það varð aðeins blautara en við reiknuðum með,en tókst samt mjög vel. Það mættu um 300 manns og ég held að allir hafi skemmt sér vel. Við keyptum mat hjá Krydd í tilveruna ehf. Þeir fá hæðstu einkunn fyrir matinn hjá sér. Rosalega góður matur sem var eldaður við hálf lélegar aðstæður. Þeir voru með marg réttað, lamb,svín, kjúkling og grænmetis-pinna ásamt fullt af sallötum og smáréttum... FR'ABÆRT hjá þeim.
Það komu öll barna börnin mín nema Magnús minn, en hann er búin að vera úti í Danmörku hjá pabba sínum ég er ekkert smá búin að sakna hans, það er eins og vanti stórt brot úr hjarta mínu vanti það verður gaman að fá hann heim þessa elsku.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.