Frábært... Ég er ánægður með þetta framtak Landsvikjunnar.

Ég er ánægður ef þessi framkvæmd fer í gang.  Við þurfum virkilega að starta þessu nú á þessum tímum þrenginga.  Það er ekkert þarna uppfrá nema svartur sandur og það eina sem gerist og Landsvirkjunin hefur alltaf gert,er að aðgengi að hálendinu batnar til muna. ´

Ég skil þessa umhverfissinna ekki,þeir eru alltaf á móti sama hvað á að gera á þessu landi.  Það sem er verið að gera er að nýta betur landið okkar.  Einungis til að það bæta lífskjör og um leið aðgengi að hálendi Íslands.  Það eru ekki neinar náttúruperlur sem hverfa undir vatn einungis svartur ljótur sandur sem fýkur yfir og skemmir þann gróður sem menn eru að reyna að rækta.


mbl.is Litlu minna en Hálslón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Sig

Vilt þú ekki bara vera úti á sjó og láta hina sem vilja helst vera á okkar hryllilega (skv. þér) hálendi eiga það í friði til að njóta þess og svarta sandsins sem okkur finnst nú bara fínn. Þú ert núna örugglega að valta með trolli yfir sjávarbotn einhversstaðar og fylla í misfellur og gjár með steinum og dóti sem trollið dröslar með sér.  Þú og þínir líkar hafa komist nærri því að eyðileggja fiskimiðin og viltu núna fara með sömu aðferðir upp á hálendið?

Pétur Sig, 8.9.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Pétur.  Til að fyrirbyggja allan misskilning hjá þér þá hef ég ekki verið á togveiðum.  Mig grunar líka að þú hafir komist uppá hálendi nema ef Landsvirkjun hafi lagt þangað vegi og gert á þannig úr garði að fólk geti skoðað hálendið.  Ég veit ekki hvort þú hafin skoðað virkjunarsvæðið við Kárahnjúka, en hitt veit ég þangað hefur ekki nema kannski 1% af þjóðinni komið þangað fyrir virkjun, en nú hafa allir kost á því að skoða svæðið.  Þökk sé Landsvirkjun.  Einnig má segja það sama varðandi Búrfells svæðið.  Ég segi það og stend við það að þarna er einungis svartur sandur, sem kom úr síðustu gosum og enginn hafði áhuga á að skoða fyrir virkjanir.

Varðandi hafsbotninn er ég þér algerlega sammála og er búin að vera talsmaður þess alla tíð að banna botnvörpuveiðar ( og einnig flotvörpuveiðar).  Þannig að ég er ekkert að fela það. 

Síðan langar mér að benda þér á að ég má hafa mínar skoðanir, þó ég sé ekki að reka menn með hreitingi út á sjó eða uppá fjöll.

Einar Vignir Einarsson, 9.9.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband