Í hvaða búri er maðurinn ?????

Það er eins og Geir sé ekki staddur hér á landi.  Er hann ekki að fylgjast með fréttum.  Það eru fullt af fyrirtækjum að rúlla beint á hausinn,fólk er að missa atvinnu sína,og fáhagslegt öryggi hjá fjölda fólks er komið í rúst.

Þrátt fyrir þetta segir Forsætisráðherra Íslands að það sé ekki hægt að tala um eiginlega KREPPU.  Nú er vit mitt ekki nægilega mikið til að skilja þessi orð.......


mbl.is Ekki rétt að tala um kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: inqo

Þetta segir okkur hvað það er varasamt að taka við norskum nýbúum eins og Gerhaard Norske.

inqo, 13.9.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Alexandra Briem

Það er bara einfaldlega þannig að það er til skilgreining fyrir hugtakið kreppa, og Geir hagfræðingur veit eins og er að núverandi ástand fellur ekki undir þá skilgreiningu.

Akkúrat núna er samdráttur. Vissulega er það slæmt ástand, og þarf að taka alvarlega, það gæti orðið kreppa. En akkúrat núna er ekki kreppa.

Það er samt engin syndaaflausn, það er mjög slæmt ástand á hagkerfinu og atvinnulífinu, hvort sem það ástand heitir nákvæmlega kreppa eða eitthvað annað.

Alexandra Briem, 13.9.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

....ef fólk getur ætt áfram niður miklubrautina á pallbílunum sínum á 110 km hraða, tekið svo á stað á næstu ljósum eins og vitleysingur! á hverjum degi!get ég ekki séð að það sé nein andskotans kreppa!  Þú ættir að kynna þér hvað raunveruleg kreppa er.  Ef þú verður atvinnulaus þá færðu bætur,  að vísu ekki háar, en  Því var ekki fyrir að fara hér áður fyrr.  Svo þegar þú borðar pizzuna þina í kvöld eða lambasteikina á morgun skaltu hugleiða út af hverju eru fyrirtæki að fara á hausinn er það ríkisstjórninni að kenna eða almennri vankunnáttu í fjárfestingum og stjórnun fyrirtæka.

Helgi Kristinn Jakobsson, 13.9.2008 kl. 15:16

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Andrés Helgi.  Ég veit ekki hversu gamall þú ert,eða hvað þú þykist hafa upplifað.  En eg man alveg þá tíma sem mjólk var skömmtuð og fátækt var.  En ég veit líka að fólk er í miklum vandræðum í dag vegna gjaldþrota fyrirtækja, hvor það borðar pizzu eða ekki.  En ég hef ekki sé' neitt til þessara ríkisstjórnar sem ætti að mýkja þessa holskeflu sem er í gangi núna. 

Þú kannski skoðar hjá þér lífeyrissjóðin og skoðar hvernig ávöxtunin á honum er nú á síðustu vikum og mánuðum til dæmis.  Þú kannski ert það ungur að þú ert ekkert farin að hugsa um efri árin og heldur bara að Íslenska aðferðin dugi endalaust sem er "þetta reddast" Þú verður að opna augun fyrir því að fyrir nokkrum árum var ekki þetta frjálsræði í peningamálum en það var ríkistjórnin á þeim tíma og núverandi sem eru búnir að vera að auka og auka þetta frjálsræði á kostnað okkar skattborgaranna og þess vegna er þetta mál ríkistjórnarinnar. ´Þú hlýtur að sjá það.  Og ef þú færð þér lambakjöt í morgunmat þá ert þú að styrkja íslenskan landbúnað og er það gott mál.

Einar Vignir Einarsson, 14.9.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband