Miðvikudagur, 1. október 2008
Sagt er!!!!!!!
>
> .... að Jón Ásgeir, Stoðir og Baugur hafi á síðustu 3-4 vikum
> næstum því strípað allt lausafé af Glitni. Lárus og Þorsteinn Már
> reyndu að stoppa það en gátu ekki. Þeir voru eiginlega búnir að
> missa stjórn á bankanum. Það var ástæðan fyrir því að Seðli vildi
> ekki lána og kröfðust 75%. Ef þeir hefðu lánað eða ekki haft
> afgerandi meirihluta þá hefðu peningarnir runnið áfram til Jóns.
> Óánægja Þorsteins Más snýst um að hann vildi ekki að ríkið
> eignaðist meira en 50% - fyrir utan það að hann tapar persónulega
> miklum fjármunum.
>
> Bréf Baugs og Stoða voru tekin út úr fjárfestingarsjóðum Glitnis í
> gær og fyrradag. Samkv. sömu heimildum fer Salt Investmenst Robba
> Wessmann á hausinn.
>
> Það gengur sú saga í bankaheiminum að fundir Björgólfs með DO og
> Geir hafi ekki snúist um yfirtöku á Glitni heldur björgun
> Landsbanka sem riði til falls. Feðgar séu búinir að setja nærri 60
> ma nú þegar í Actavis og Eimskip fyrir utan það er Landsbankinn er
> að fá sennielga vel á annað hundrað milljarða í hausinn í
> gjaldþrotum fyrirtækja sem þeir hafa lánað til, s.s. Nýsis, spænska
> fyrirtækis sem þeri fjármögnuðu, Askar capital, Icebank (sem er
> gjaldþrota), Baugs, Teymis, 365 etc etc. Fyrir tveimur vikum voru
> settar nýjar reglur um fyrirgreiðslu við viðskiptavini hjá
> landsbankanum - semsagt ekki lána neitt - mjög harðar reglur.
>
> Yfirtakan á Byr var plott frá Jóni Ásgeiri og öðrum hluthöfum -
> aðallega Saxbygg, sem gekk út á það að strípa Byr til að reyna að
> halda lífi í Glitni. Þeir ætluðu að nota Byr eins og hræ sem refur
> leggst á til að lifa af veturinn. Convenient fórnarlamb -
> sérstakelga vegna þess að það var nógu mikið af sameiginllegum
> hluthöfum til að geta látið þetta ganga.
>
> Sjóður 1 - Glitnir Skuldabréf, fjárfestir til dæmis í skuldabréfum
> fyrirtækja. Verðmæti sjóðsins 1. september var tæpir 48 milljarðar
> króna, þar af voru skuldabréf fyrirtækja 57%. Stærstu skuldarar eða
> útgefendur skuldabréfa sem sjóðurinn á voru þá Íbúðalánasjóður, FL
> Group - nú Stoðir - og Glitnir.
>
> Sjóður 9 - Glitnir peningamarkaður - fjárfestir í
> skammtímaverðbréfum. Verðmæti sjóðsins um síðustu mánaðarmót var
> rúmir 117 milljarðar króna - og stærstu skuldarar þar - Glitnir,
> Straumur, Stoðir og Baugur.
>
> Þriðji sjóðurinn sem lokað var er sjóður 9.1 - Glitnir,
> peningamarkaður, evrur. Verðmæti hans voru rúmir átta milljarðar um
> síðustu mánaðarmót og skráð skuldabréf fyrirtækja voru um
> þriðjungur eigna sjóðsins. Lokun þessara sjóða var ákvörðun
> stjórnenda Glitnis, en hún var tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins
> eins og lög gera ráð fyrir.
>
> Það er alveg augljóst að Baugur hefur gefið út bréf sem Glitnir
> hefur tekið inn í almenna sjóði í stórum stíl án nokkurrar tryggingar
>
> Þrír sjóðir Glitnis, sem hafa verið lokaðir síðustu tvo daga, verða
> opnaðir á morgun. Í tilkynningu frá Glitni segir, að óvissu um
> skuldabréf í sjóðunum hafi verið eytt og þar sé nú ekki að finna
> nein skuldabréf á Stoðir hf, sbr. http://www.m5.is/?
> gluggi=frett&id=59360.
>
> Það er semsagt verið að afskrifa skuldir Baugs til þess að þær
> dragi ekki niður bréf almennra eigenda.
>
> Best stendur Kaupþing, en athygli vakti að hér fyrir utan var ansi
> fjölmennur floti dýrra bíla fyrir kl. 8 í morgun.
>
Athugasemdir
Ja hérna frændi.
Ekki von að venjulegur alþýðumaður eins og ég skilji þetta. Enda bara segir maður sem minnst.
Kveðja á þig
Einar Örn Einarsson, 1.10.2008 kl. 14:24
Er nokkur spurning hvort Davíð gerði rétt...
Hann verður steyptur í brons og afmælisdagur hans gerður að almennum frídegi.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 1.10.2008 kl. 15:54
Fróðlegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:12
Fróðlegt, spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.10.2008 kl. 17:55
eg spyr, verður Landsbanki til á morgun ?
Jón Snæbjörnsson, 1.10.2008 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.