Fimmtudagur, 2. október 2008
Félag Íslenskra Skipstjórnarmanna..... Hvað er í gangi????
Mér bárust í gær pappírar um mitt gamla félag FS. (Félag Skipstjórnarmanna). Ég er búin að vera að blaða aðeins í þessum pappírum og mér féllust algerlega hendur. Þarna eru menn að nota afdankaða lögfræðinga sem hreinlega vita ekkert um félagsstörf. Það sannast í fundargerðinni að þessi lögmannsstofa er eingöngu þarna til að mata peninga ekki að gæta hagsmuna félagsins í heild sinni. Þarna er hópur manna sem er að reyna að koma sjálfum sér fyrir og hafa atvinnu þar sem verðleikar eru hafðir að vettugi.
Ég ætla að fjalla um þessi mál í næstu færslum mínum og fara aðeins yfir fundin og fundar stjórnun sem mér finnst hafa verið eins og þarna hafi barn verið við stjórnvölin,sem aldrei hefur komið á fund áður. Einnig þau svör sem komu frá formanni félagsins sem eru gjörsamlega út úr öllu samhengi og fáfræði. Hvernig er hægt að vera í svona félagsskap. Það er mér ekki lengur ráðgáta að ekki skuli vera hér öflugt og markvist starf og að stéttin sé komin á þennan stað sem raunin er.
Þarna var öllu lýðræði fótum troðið og félagar vanvirtir með öllu. En meira síðar.
Athugasemdir
Frændi.
Sorgarsaga. Ég sat þennan fund og punkteraði.
Einar Örn Einarsson, 3.10.2008 kl. 00:49
Er þet5ta bara valda sýkji hjá Formanninum Einar???
Einar Vignir Einarsson, 3.10.2008 kl. 08:11
Allavega virðist hann ekki þora í kosningu. Þetta ágæta félag er bara ekki að standa sig. Þarf ekki annað en að líta á heimasíðuna hjá þeim. Steindauð. Þegar Guðjón Pedersen var þarna var síðan lifandi og möguleikar fyrir menn að leita sér vinnu erlendis meðal annars.
Ef maður tekur frá þetta kosningamál á síðasta aðalfundi. Þá var ekki baráttuhugur í formanni né starfsmanni okkar. Barlómur og raddir þeira sem hafa tapað í orustunum var það sem sveif yfir vötnunum.
Það VERÐUR að rífa þetta félag upp!! það er ljóst. Og eftir þetta bréf sem er svo hrokafullt að það hálfa væri nóg þá bara gjörsamlega á ég ekki orð.
Það þarf að verja lagaramma um réttindi okkar.
Það þarf að bæta PR félagsins.
Það þarf að auka samvinnu við hin félögin á norðurlöndum, með tilliti til atvinnuleitar.
Svo mætti lengi telja. Númer eitt að reyna að bjarga þessu félagi. EF ekki tekst þá verða skipstjórnarmenn utan fiskveiða að kljúfa sig frá þessu félagi.
Einar Örn Einarsson, 3.10.2008 kl. 11:15
Hef verið að skoða þetta bréf - verð að viðukenna að maður þarf að lesa það nokkrum sinnum til að reyna að ná þessum gjörningum öllum - leiðinlegt ef við náum ekki að vinna svona hluti sjálfir - tek undir með Einari hér að ofan - það mætti vinna meira með hinum norðurlöngunum
Jón Snæbjörnsson, 6.10.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.