Ég og vinur minn vorum að ræða saman um efnahagsástandið, þetta er sýn hans á þjóðfélagið...

 Það er erfitt að lifa þessa átakatíma í landinu okkar Áföllin dynja á okkur, hvert á eftir annað og virðast engann endi ætla að taka. Lengi vel huggaði maður sig við að þetta vandamál væri þannig að við gætum ráðið við það með hjálp vinaþjóða okkar, sem eru í hér í kringum okkur; vinir og frændur. En þegar á reynir, þá er enga hjálp að hafa. Fréttaflutningur af ástandinu er affluttur og brenglaður. Að bullinu í Gordon Brown frátöldu, sárnar mér mest fréttir og umfjöllun frá Danmörku.Þar er talað um íslendinga, sem glæpamenn og svindlara. Ástandinu hér er lýst sem afleiðingum af sukki og svínaríi, en þeirra eigin vandi orsakast af alþjólegri efnahagskreppu. Sjónvarpstöðvar senda myndir og viðtöl frá Íslandi, þar sem lýsingar eru af ástandinu, kredit og debitkort virka ekki og síðan eru viðtöl við fólk (íslendinga) á götunni, sem styðja bullið og staðfesta við erlendar sjónvarpsstöðvar að stjórnendur landsins séu fífl og restin af þjóðinni ábyrgðarlausir fjármálasukkarar. Meira að segja „ábyrgir“ háskólakennarar taka þátt í ruglinu, að því er virðist til að slá sig til riddara. Vilhjálmur dósent Bjarnason staðfestir og tekur undir þessar brengluðu fréttir, sperrir sig og segist hafa sagt þetta í tvö ár. (sem sagt að íslendingar séu glæpamenn og svindlarar og ábyrgðarlausir í fjármálum). Hún er dýr þessi 5 mínútna frægð Vilhjálms Bjarnasonar. Hann tekur þátt í að hæða þjóð sína og niðurlægja. Ömurlegt framtak manns sem hefur verið að skapa sér nafn sem verjandi „litla mannsinns“.Þessi útsending, kl 18 í dag 10. október 2008 í danska sjónvarpinu, fjallaði líka um notkun Gordon Brown á terroristalögum gagnvart íslendingum og hún réttlætt. Síðan var sýnd með Ómari Ragnarssyni þar sem hann segir frá „skemmdarverkum“ íslendinga á landinu sínu.Sem sagt, ríkissjónvarpið í Danmörku telur eðlilegt að bretar noti terroristalög til þess að rústa íslenskum efnahag. Þeir nota gamlar úrklippur úr baráttu Ómars til þess að sýna og staðfesta hverskonar ruddar og skemmdarverkamenn hér eru, þeir draga svo fólk af götunni til að tala illa um stjórnvöld og þjóðina, svo er klykkt út með með dósentinum. Það er eins og þeir hlakki yfir óförum okkar og reyni að magna þær upp með það eitt að augnamiði að skemmta skrattanum og gera lítið úr okkur. Ég hef alltaf litið á dani sem góða vini, en tel ég að engin þjóð, fjalli eins ruddalega og neikvætt um Ísland. Þvaðrið í Brown er hefur skaðað okkur stórkostlega, því áhrif hans eru mikil, en almennir danskir blaðamenn eru að svívirða alla þjóðina og búa til lygaþvælu um ástandið, þvælu sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þetta er hrikalegt að lesa frændi.

Greinilegt að reiðin svellur í Dönunum eftir að Íslendingar ætluðu að eignast Danaveldi í útrásargeðveikinni. Erum við kannski að uppskera eins og við sáðum þarna???

Bara svona hugsað upphátt.

Kveðja til þín og góða helgi.

Einar Örn Einarsson, 10.10.2008 kl. 21:35

2 identicon

Hrikalegt og svo sorglegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sorgleg staðreynd sem undirstrika vanhæfni margra áhrifamanna í þessu landi... En við eigum eftir að gleðjast og það duglega á kostnað Dana sjáðu til, næsti landsleikur í handbolta á móti Dönum sér um það...

Með bestu kveðjum að Norðan .

Góða helgi.

Hallgrímur Guðmundsson, 10.10.2008 kl. 22:12

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Dapurt ástand Einar minn, því miðu eru enn til nýlendu danir sem vilja Ísland undir - og þessi Brown er óþverri af verstu gerð - kalla heila þjóð sem getur sig ekki varið með vopnaburði Terrorista -

ef bjátar á Einar minn og þú heldur að Jón geti hjálpað hikaðu þá ekki við að vera í sambani

gangi okkur öllum sem best

Jón Snæbjörnsson, 11.10.2008 kl. 08:04

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála hverju orði! Það er algjört lágmark að við stöndum með sjálfum okkur

Heiða B. Heiðars, 11.10.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Andrés.si

Ekki bara það. Hringt var til mín frá fjármálatímarítnum í Slóveníu, þar sem þeir tóku í birtingu ensk grein sem fjallar um Íslendinga sem eru á röðinni eftir pasta, matar olíu og sykri.  Einnig var bætt að nú geta brettar loksins farið í geysira bað.

Slæm fréttamennska. Svo var tekið viðtal við mig fyrir slóvenskan tímarit þannig að kannski var framlag mitt á einhverju leyti nægilegur. 

Andrés

Andrés.si, 11.10.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband