30 ár aftur í tímann...................................

Við vorum að ræða það í vinnunni í dag að Ísland væri að fara 30 ár aftur í tíman með þessari KREPPU.

Ég var að segja við þá að það yrði glæsilegt að komast 30 ár aftur í tímann.

  • Þá væri ég í Stýrimannaskólanum með öllu því fjöri sem þar var T.D.
  • Þá var farið í Klúbbinn á Fimmtudögum
  • Þá var farið í Holliwood á Föstudögum
  • Þá var farið á hádegisbarinn á Röddanum og lært.
  • Þá var farið í Þórskaffi á Laugardögum.
  • þá væri ég dálitið fyrir neðan þriggja stafa tölu á vigtinni.
  • þá værum við Ómar vinur minn að skipuleggja gleði í skólafélaginu.

Nei ég segji bara svona upp á jókið.....  Aðeins að rifja upp old days.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Einar.Förum 15 árum lengra aftur í tíman en þú.

Þá væri ég í stýrimannaskólanum

Þá var byrjað að"blanda"og drekka á Sælakaffi síðan á Röðul á fimmtudögum

Þá var sama saga nema Þórskaffi bættist við á föstudögum

Þá var kennt á laugardögum og þá var sofið í fystu 2 tímunum(svokölluð vélfræði í þeim.Kvikmyndir yfrleitt sýndar og allir sofandi nema Jói Pé.kennarinn)Síðan var leikfiminni kl 1600 slúffað enda menn komnir á Sælakaffi yfir blöndu og síðan Vetragarðurinn um kvöldið.

Þá var farið Sælakaffi.Röðull.Þórskaffi á sunnudag

Þá var þynnka og stundum afréttari og skóla slúffað á mánudag,

Þá var þynnka þriðjudag

Þá var sæmileg heilsa til lærdóms á miðvikudag

Ólafur Ragnarsson, 13.10.2008 kl. 22:11

2 identicon

Hvað gerðir þú hina dagana ?

Kv.  Kristján 

Kristjan (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Einar, gaman að vera í skóla

allt svo góðir strákar Ólafur

Jón Snæbjörnsson, 14.10.2008 kl. 08:53

4 identicon

Þá værum við núna með skólafélags fund á 4 hæðinni Einar og hvítvín í skólatöskunni til að nota sem afréttara Engin frestun á Árshátíðum

Ómar Karlsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Já Ómar það voru engar frestanir á okkar dögum frekar var bætt í og gert meira. he he he .

Kristján hina dagana vorum við að skipuleggja næstu helgi, þá er ég að meina í fríníótunum.

Einar Vignir Einarsson, 14.10.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband