Ég er ánægður með þá.

 

 

Kaupþing: Hluthafar höfða mál

Þeir hluthafar sem stærstir voru í Kaupþingi, áður en bankinn riðaði til falls, undirbúa nú að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum vegna þeirrar aðfarar að bankanum sem þeir telja að hafi orðið honum að falli.

Þetta staðfesta sumir hluthafa í Kaupþingi en aðrir vilja ekki tjá sig um málið. Einn af stærstu hluthöfunum segir að verið sé að ræða við lögmannsstofur í Bretlandi til að annast málið og sækja skaðabætur. Menn geti ekki sætt sig við þau bolabrögð sem bresk stjórnvöld beittu, menn hljóti að láta reyna á réttarstöðu ríkja og banka í Bretlandi.

Hluthafinn spyr hvort ríki og bankar geti átt á hættu að vera beitt hryðjuverkalögum í Bretlandi vegna skuldbindinga annarra aðila í landinu. Fá þurfi á hreint hvort slíkt standist bresk lög eða ekki. Annar stór hluthafi sagði að málið gæti skýrst í næstu viku. Enn annar hluthafi vildi lítið tjá sig við fréttastofu, sagði aðeins að alls staðar væri verið að reyna að bjarga verðmætum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband