Fimmtudagur, 16. október 2008
Kastljós var áhugavert í kvöld.... Útrásargæjar sem allt gátu.
Það var fróðlegt að hlusta á Kastljós í kvöld. Það ver verið að rifja upp hversu miklir snillingar voru á ferð . Menn voru verðlaunaðir fyrir snilli sína hægri vinstri, hengdir á þá hakakrossar og ég veit ekki hvað.
En er ekki spurning nú að taka fólkið á götunni og ellilífeyrisþega og öryrkja, og heiðra það með krossum og flottum veislum og boðum, jú þetta fólk á að borga brúsann.
Annað sem mér fannst forvitnilegt að hvaða fólk úr opinbera geiranum hafa tekið þátt af fullum þunga í ævintýrinu.
Til dæmis var Menntamálaráðherra. það er ekki langt síðan að hún tók eiginmann sinn með sér til Kína og við borguðum brúsann að fullu og einnig fyrir allt fylgdarliðið sem hún var með. Rétt á eftir komu kostnaðartölur fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur Félagsmálaráðherra sem voru rúmlega helmingi lægri en hjá Þorgerði Katrínu, sem voru á sama stað í Kína. En núna kemur þessi kona og biður fólk að sýna samstöðu og hjálpast að að borga brúsann af allri úrtásinni sem var svo gaman hjá henni að taka þátt í.
Einnig var nefndur Forseti Íslenska Lýðveldisins Ólafur Ragnar Grímsson sem var eins og landa fjandi á eftir þessum mönnum og dásamaði og hneigði og beygði sig til að fá að komast í herlegheitin. Enda hafa fjárlög til embættisins margfaldast á liðnum árum. Síðan kemur hann og gengur fyrirtæki úr fyrirtæki og hvetur fólk til að sýna samstöðu og bara sýna kærleik og þrengja sultarólina. Það eru ekki allir sem hafa upplifað þennan uppgang í þjóðfélaginu ef þetta fólk heldur það. Það er einungis fólkið sem þau hafa elt eins og sníkjudýr til að taka þátt í djamminu sem hefur upplifað þennan uppgang. Alls ekki hin vinnandi verkamaður, eða bóndi það er á hreinu. Síðan er þetta fólk beðið um að bæta á sig vinnu og skera niður neyslu til að draga þetta fólk að landi úr sökkvandi snekkju. ég segi bara sveiattan. Nú reynir á að fólkið sem þrælar sveitum landsins og fólkið sem er í fiskvinnslunni,i fólkið sem engin vildi vita af.
Ég veit að hin vinnandi hendi reddar málunum nú sem endra nær en ég vil gera þá kröfu að þeir sem eru að stjórna landinu eftirleiðis hafi einhvern tíman difið hendinni í kalt vatn svo að það skilji hvernig er að vera þreyttur og sveittur. Það hefur verið svo með þetta uppa lið að það heldur virkilega, og trúir því að peningarnir verði til í Seðlabankanum.
Athugasemdir
Alveg er ég hjartanlega sammála þér en það er enginn kreppa hjá menntamálaráðherra og verður örugglega ekki. Þetta lið ætti að hafa vit á að skammast sín.
Grétar Rögnvarsson, 17.10.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.