Sunnudagur, 19. október 2008
Lögreglan er búin að tapa fyrir eiturlyfja-gengi.
Það er greinilegt að Lögreglan er algerlega vanmáttug gegn þessum eiturlyfja gengjum sem fara um alla Borg berjandi hótandi,og rænandi. Þessir fáu menn sem fást til að starfa í Lögreglunni eru berskjaldaðir fyrir hvers kyns árásum og líkhamsmeiðingum. Það eina sem hægt er að gera núna strax er að láta lögregluna vopnast og stór auka fé til löggæslu.
Það má ekki gleyma því að þessir lögreglu menn eru í flestum tilfellum fjöl´kyldu fóla sem eiga lítil börn til að sjá fyrir. Það er hryllilegt að þegar börnin vakna á morgnanna þá er pabbi allur lemstraður heima og ekkert hægt að gera. Ég held að það sé tímabært að láta þessa menn fá þau vopn sem til þarf til að verja sig.
Grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er best að ráðast að rót vandans og klippa bara á fjármögnun eiturlyfja gengjanna?
Þá er hægt að setja öll þau vopn sem lögreglan á til að taka á tilhæfurlausum ofbeldisglæpum, í dag snúast afar mörg slík mál um baráttuna um fíkniefnagróðann.
Það væri þægilegra að fást við fíkniefnagengin ef þau ynnu eins og tóbaksfyrirtæki, þ.e. löglega.
Jón Finnbogason, 19.10.2008 kl. 14:14
Að mínu mati og vonandi fleiri þarf að taka mun harðar á þessum erlendu glæpagengjum sem eru á góðri leið með að leggja landið undir sig.
Rímka þarf heimildir til þess að senda brotamenn úr landi fyrir jafnvel minni brot og loka með öllu fyrir að viðkomandi geti komið aftur til landsins.
Þrátt fyrir að harkan sé mikil í íslenskum brotamönnum er það lítið í samanburði við þá hörku sem tíðkast hjá erlendum glæpagengjum og við þurfum með öllum ráðum að koma í veg fyrir og snúa á bak þeirri þróun sem orðið hefur að erlend glæpagengi komi sér fyrir á okkar annars ágæta landi.
Það er spá margra upplýstra að þess verði ekki lengi að bíða að lögreglumenn, saksóknarar eða dómarar verði drepnir af þessum erlendu glæpagengjum þar sem að framtíð eins glæpamanns er lítilsvæg miðað við þá hagsmuni sem þessi erlendu glæpagengi sjá sér í því að auka á ótta á því að tekið sé á þeim.
Axel (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:25
Já það er kannski rétt jón, en mér finnst þessir menn sem enn fást til að vinna að löggæslu verð'a að fá þau verrkfæri sem til þarf til að getað varið sjálfan sig í starfi.
Ég er sammála þér Axel, þessr er ekki langt að bíða að hér verði hroðalegt slys.
Einar Vignir Einarsson, 19.10.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.