Ég er með eina ábendingu fyrir Samgönguráðherra í ljósi..........

Ég er með eina ábendingu til handa Ríkisstjórn Íslands og sér í lagi Samgönguráðherra.

Í ljósi þess að efnahagur okkar er hrunin,og fyrirséð að engir peningar verði til framkvæmda á þjóðvegum landsins um komandi ár, er rétt að spara þá vegi sem sem eru þó sæmilegir í dag.

Það gerum við það best með því að minnka allan akstur stórra ökutækja á vegum lansdins.  1 Þungur vörubíll slítur vegum landsins eins og 60.000 fólksbifreiðar.  Það sem við gerum best í því er að taka upp 2-3 skipa Strandflutninga kerfi.  Þó svo að einhverjir peningar verði settir í það verkefni er það nú sem aldrei fyrr þjóðhagsleg hagkvæmni.

Ég sé fyrir mér kerfið virka þannig að 3. aðli verði fengin til að stýra verkefninu.  Það yrði ekki í eigu skipafélaganna stóru. 

Að annað skipið myndi sigla frá Reykjavík vestur um land að Akureyri, einu sinni í viku.  Það er nóg.

En hitt skipið væri að sigla Húsavík að Hornafirði,og til Reyðarfjarðar, þar sem hún er útflutningshöfn.

   Ástæða þess að ég segi að einu sinni í viku væri nóg er sú að skipin sem eru að fara frá landinu eru einungis að fara einu sinni í viku frá landinu.  Við þurfum ekki endilega að vera keyra öllum útflutningi samdægurs suður.  Til hvers?  Ég geri mér grein fyrir því að almenn neysluvara verður áfram á vegum landsins það er eðlileg krafa að fólk fái sem nýjustu vöru jafn óðum.  Þeir bílar sem koma með neysluvörunna út á land geta tekið með sér þann ferska fisk til baka til að nýta freðinna. 

Við höfum ekki efni á því að vera að reka tvö stór flutningafyrirtæki á þessu 300.000 manna samfélagi.  Þetta er hrikaleg fjárfesting í þessum félögum.  Það þarf kannski 1/3 af þessum bílaflota sem er til í landinu.  til að dreifa út frá þeim höfnum sem svona skip kæmu inná.

Ég er búin að prófa þetta sjálfur og ég veit hvað er hægt að gera í þessum efnum.

Fyrir utan það þá erum við Íslendingar að tapa allri okkar þekkingu á siglingum og þeirri sérstöðu sem okkar fólk var búið að skapa sér sem duglegt og öflugt fólk í siglingum í válindum veðrum og á þessu hafsvæði.  Með þessu værum við að nota Íslenskan dugnað og sérþekkingu og okkar góðu skólar Vélskólinn og Stýrimannaskólinn færu að verða þær stofnanir sem þær eiga skilið að vera það heitir víst Fjöltækni skólinn í dag.

Ég er óþreyttur að ræða þessi mál við alla sem nenna að hlusta á mig um þessi málefni og mun verða það áfram því þetta er mín sannfæring að sé sú rétta aðferð við flutninga á Íslandi þessari eyju sem einungis ríflega 300,000 manns búa og er ylla komið fyrir.  Þetta gerir hinum smærri bygðarlögum einungis gott að fá siglingar á aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar,

Núna er lag fyrir okkur sem þjóð að gera eitthvað í okkar málum. Það segir sig sjálft að það gengur ekki að hafa þessa umferð á vegum landsins. Það er eina vitið að efla ALLAR siglingar hérna við Ísland með því að hlúa að umhverfi útgerðar. Skólarnir heita í dag Skipstjórnarskólinn og Véltækniskólinn.

Það er ótrúlegt hvað Íslendingar þurfa alltaf að finna upp hlutina sjálfir.

Hvað eru nágranna þjóðir okkar að gera?

Ég ætla að halda því áfram að vera stoltur Íslendingur þrátt fyrir ruglið sem er í gangi núna.

Með bestu kveðju; Kjartan Örn

Kjartan Örn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:35

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir þetta allt með þér Nenni. Fyrst við erum ekki búin að gera þetta fyrir löngu þá er kjörið tækifæri að láta til skarar skríða núna. 

Haraldur Bjarnason, 20.10.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mikið er ég sammála þér Einar. Þetta myndi spara þjóðvegina okkar mikið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.10.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæl Öll.

Mér finnst grátlegt hvessu menn loka augunum fyrir þessu.  Menn vilja ekki einu sinni ræða málin hvorki Ráðherra né aðrir í Samgöngunefnd.

Einar Vignir Einarsson, 20.10.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sæll Einar, þetta var svo sem gert þegar Ríkisskip var - pendul túrar - gekk ekki sem skildi - en nú gæti verið betri tímar þegar Reyðarfj er kominn inn - vest að Norröna skuli ekki fara á Reyðarfjörð frekar en Seyðisfjörð það mundi hjálpa mikið.

Skip í dag kosta mjög mikið

Jón Snæbjörnsson, 20.10.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband