Laugardagur, 25. október 2008
Mér finnst Björgólfur hafa yfirsýn yfir málin..
Mér finnst þessi maður meira traust verður en allir stjórnmála menn okkar. Þetta er maður sem er að koma úr atvinnulífinu og veit hvað hann er að segja. Davíð Oddsson hefur haldið þjóðinni í herkví í mjög ár. Það hafa allir trúað Davíð og haldið hann einhvern snilling,en málið er það að hann hefur aldrei starfað annarstaðar en í stjórnsýslunni. Hann veit ekki hugmynd um þarfir íbúa og fyrirtækja vegna þess að hann hefur aldrei verið í takt við það. Hann er verndaður af einhverjum þröngum hópi manna sem hann hefur hreðjar tak á.
Björgólfur er maður sem er búin að vera í atvinnulífinu og hefur mátt þola pólitískan mótbyr alla tíð. Samt sem hefur hann látið mikið fé rakna til góðgerðarmál í hundruðum milljóna vís. Auðvitað veit ég það að hann hefur hagnast mikið, en honum bar engin skylda til að gera allt það sem hann hefur gert fyrir hin ýmsu félagasamtök og stofnanir.
Að mínu mati er Björgólfur og Jóhannes í Bónus mikilmenni sem ég vona að hverfi ekki út úr atvinnulífinu,vegna þeirra kosta sem þessir menn af öðrum ólöstuðum bera höfuð og herðar yfir alla.
Ekki hafa þessir stjórnmála menn sem eru kjörnir af þjóðinni sýnt í eitt einasta skipti að þeir séu að hafa hag íbúa þessa lands að leiðarljósi að Jóhönnu Sigurðardóttur undanskilinni, við þurfum ekki annað að sjá bruðlið í menntamálaráðherrans í Kína ævintýrum sínum.
Ekki hefur Forsetinn látið sitt eftir liggja í bruðlinu heldur. En hann var einn mesti bruðlari sem Ísland hefur alið,og hefur skaðað þjóðina einna mest í sinni ráðherra tíð.
Ég held að margir stjórnmála og embættismenn ættu að sjá sóma sinn í því að fara frá völdum strax og skammast sín.
Ekki dettur þeim að eiða eftirlaunafrumvarpi sínu á sama tíma og fullt af fólki er að missa atvinnu sína og margir hafa ekki nóg fyrir skuldum sínum.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er algjörlega sammála hér..mér finnst fjölmiðlar líka ýta undir múgsefjun gagnvart þessum mönnum og beinlínis heimskulegt að halda því fram að þeir einir beri ábyrgðina..
Íris (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:59
hvaða vitleysa - þeir eru sjálfum sér verstir
Jón Snæbjörnsson, 28.10.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.