Sunnudagur, 26. október 2008
Hugleiðingar um nokkrar staðreyndir....
Nú er mikið af fólki að missa vinnunna sína og þar af leiðandi koma ekki tekjur inn til að greiða reikninga og fólk getur ekki séð sér farborða.
Hér eru nokkrar staðreyndir sem blasa við fólki.
- Fólk getur ekki greitt reikningana sína.
- Vanskil fara að koma,og tilheyrandi vextir og kostnaður.
- Fólk fer að reyna að semja um skuldir sínar.
- Það fer í bankann sinn og biður um fyrirgreiðslu.
- Bankinn segir það sé ekki hægt,þar sem vanskil eru svo mikil.
- Fólk fer á vanskilaskrá.
- Bankinn skoðar vanskilaskránna,og hafnar öllum lánaveitingum og lokar á viðskipti.
- Fólk fer í endanlegt þrot.
En skoðum þetta aðeins betur. Við erum komnir með banka sem allir eru gjaldþrota. Við (Við erum ríkið) tökum yfir bankanna og dælum inn í þá ómældu fé, til að greiða skuldir þeirra (Bankanna).
Síðan kemur pylsan í rúsínunni.
Það er ráðnir nýjir bankastjórar til bankanna, og hvaðan eru þeir teknir???
- Það er sama fólk og var að stýra sömu bönkum sem fóru á þetta fjárfestingar fillerý.
- Það er þetta sama fólk og setti gömlu bankanna í gjaldþrot.
- Það er það sama fólk og hvatti fólk til að taka erlend lán og hvöttu alla landsmenn að veðsetja eignir sínar í botn.
- Það er það sama fólk og lánaði þessum einstaklingum sem fóru að gambla með almennafé.
- Það sama fólk sem tæmdu allt sparifé landsmanna út úr bönkunum.
- Og það sem meira er að þetta sama fólk ætlar að taka á móti fólki og horfa í augu þeirra og segja að það geti ekki verið í viðskiptum við bankann vegna þess að það sé gjaldþrota.
- Sama banka sem var gjaldþrota vegna ákvarðanna þessara sömu stjórnenda.
- Þessir stjórnendur fá fyrir það 1.700.000 kr til að byrja aftur á sama pakkanum,og byrja á að níðast á saklausu fólki.
- Síðan byggjast bankarnir upp aftur að nýju og aftur er þetta sama fólk byrjað að gambla með féð og síðan koll af kolli.
Er ekki eitthvað að í þessu kerfi okkar? Var ekki hægt að skipta út þessu fólki og reynt að fá ó tengt lið til að stjórna þessum bönkum? Þurfum við á þessu að halda svona? Eru allir þeir sem ekki voru í þessum stöðum svo vitlaust og heimst, að engin hæfur einstaklingur var til staðar til að byggja upp bankakerfið okkar.
Eða eru Íslendingar bara vitlausir yfir höfuð, fyrir utan þessa fáu einstaklinga sem í bönkunum eru.
Og annað eigum við að vera að greiða gjaldþrota bönkum skuldir okkar. Eigum við ekki öll að lýsa okkur gjaldþrota og biðja biskupinn að endurskýra okkur aftur að nýju.
þá myndi ég heita Nýi Einar. he he he he
Athugasemdir
Ég skil spurningarnar og þær eru réttmætar.
Ég hef hinsvegar tekið þá ákvörðun að leggja ekki inní Nýju bankana. Ég ætla ekki að geyma peningana mína hjá bankastjóra á kennaralaunum.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.10.2008 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.