Óábyrgt tal á Bylgjunni......

Mér brá rosalega í morgun þegar ég var að hlusta á morgunútvarp Bylgjunnar.  Þar kom fram frétt þess efnis að fyrirtækið mitt væri að flytja úr landi.  Þegar ég kom í vinnuna voru allir samstarfs fólk mitt daufir og bara ráðvilltir.  Við höfðum ekki heyrt neitt annað en að allt gengi vel ,nema að innflutningur hefur dregist saman.  Samskip stendur mjög vel og rekstur þess hefur verið góður,og fyrirtækið rekið af skynsemi og áræðni, og án þess að þurfa upp fólki. 

Síðan kemur fréttamaður sem greinilega ekki kunnað að þíða úr Ensku, yfir á Hollensku ,eða Íslendingurinn ekki skilið ensku og þessu er hennt í útsendingu.  Ég er ekki að skilja hverskonar fréttaflutningur þetta er.  Hefði ekki verið nær að fréttamenn kanni hvað sé í gangi hjá fyrirtækjum áður en menn henda svona fréttum út í loftið.  Er ekki nógu svart lífið hjá fólki hér á landi að þurfi að vera að búa til fréttir.  Svona fréttir snerta ekki bara starfsfólk, þetta snertir líka alla þá viðskiptavini félagsins sem fóru að hringja stöðugt og vildu vita hvað væri í gangi.

ÉG SKORA Á FRÉTTAMENN AÐ FARA NÚ AÐEINS AÐ HÆGJA Á ÞESSARI BÖLSÝNIS FRÉTTUM OG REYNA AÐ PEPPA FÓLK UPP HELDUR EN AÐ VERA MEÐ RANGAN FRÉTTA FLUTNING. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband