Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Hvað verður um peningana sem fara nú inn í Eimskip?
Nú er komin nýr Landsbanki sem er í eigu okkar (Íbúa þessa lands) og mér finnst við eiga heimtingu á að vita hvað er verið að ausa fé út úr bönkunum í einhverja hít hjá einhverjum einkavina félögum. Auðvitað þarf að halda félögum gangandi, uppá að halda sem mestri atvinnu í gangi. En er allt skynsamlegt sem gert er? Við vitum um nokkur fyrirtæki sem eru í verulegum vandræðum vegna þess að þau fyrirtæki hafa verið að gambla með verðlaus bréf til að "auka" hagnaðartölur í bókhaldinu og hækka þar með verð á hlutabréfum. Nú eru þessi fyrirtæki í verulegum vandræðum og geta ekki selt eignir nema á einhverju verði sem er ekki nema brot af því verði sem er bókfært verð. Ef við skoðum t.d. Eimskip, þá eru þeir með ábyrgð á bakinu á sér sem er í uppnámi vegna gjaldþrots Samson, Nú í dag er helsti viðskipta banki Eimskips Nýi Landsbankinn og hann verður að dæla þarna inn fé til að halda starfseminni gangandi. Við vitum öll að allt þetta fé er að fara til þess að vera í skilum, en er einhver glóra í þessu? Er ekki nær að keyra félagið í þrot og endurvekja félagið á nýrri Kt. Nýja Eimskip eins og það mun væntanlega heita eins og við hin sem förum í þrot, á sér glæsta framtíð og reglulegur rekstur er í góðu lagi og þar vinnur frábært starfsfólk sem er búið að leggja sig fram við að gera góða hluti, en svo komu einhverjir menn sem voru öllum æðri og fóru á fullt að gambla með eigið fé félagsins og komu þí í þessa stöðu. Er sanngjarnt gagnvart okkur sem erum að greiða skatta að fara svona með það fé sem væri betur borgið í að reyna að reisa þjóðarskútunna við??
Þetta á við mörg önnur félög sem tóku þátt í bullinu með svipuðum hætti og t.d. Eimskip.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.