Ekki eru allir sem eru með ofbeldi

Ég er sammála þessu fólki sem mætir þarna niður á Austurvöll og segir skoðanir sínar.  Mér finnst þetta framtak hjá þessu fólki að gefa lögreglunni blóm sýna að þetta er einungis fáir einstaklingar sem eru að grýta Alþingishúsið og lítilsverða þar með þingið ( 'eg er ekki þar með að segja að maður beri virðingu fyrir þeim störfum sem eru þar í gangi).  En mér finnst ekki rétt að dæma allt fólk sem mætir þangað eftir þeim fámenna hópi sem er að gera þetta.
mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að okkur þyki flestum of vænt um gamla góða Alþingishúsið til að henda eggjum í það - næstum eins og að henda þeim í styttuna af Jóni.

Húsið ber enga sök á störfum þeirra manna sem ráðskast innandyra með velferð þjóðarinnar. Hins vegar ágæt hugmynd að leggja blómsveig á tröppur stjórnarráðsins, sem tákn um álitið sem ríkisstjórnin nýtur - ekki.

Atvinnuskapandi fyrir blómasala í leiðinni - ætli salan hafi ekki dregist saman hjá þeim, og þar með einhverjum garðyrkjubændum. Besta mál að gefa blóm í dag - helst ræktuð í íslenskum gróðurhúsum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:05

2 identicon

ótrúlega sjúkt að vera að´henda mat í Alþingishúsið.Annars eru mótmælin fín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 16:58

3 identicon

Væri ekki andskotans nær að nota eggin í jólabaksturinn ?

Ekki hefur verð'ið lækkað í dýrtíðinni. 

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kristján, ég held að þessi egg hafi verið komin fram yfir síðasta söludag!

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband