Mánudagur, 1. desember 2008
Af hverju á fólk að greiða skuldir sínar?????????
Ég hef verið að hugsa um af hverju á fólk að greiða skuldir sínar.
Lítum á nokkrar staðreyndir:
- Ég tek lán í banka uppá 10 000 000kr. Í erlendri mynt.
- Bankinn tók lán erlendis til að lána mér. til lengri tíma á lægri vöxtum.
- Ég byrja að greiða af láninu og allt gengur vel.
- síðan byrjar kreppan og bankarnir eru þjóðnýttir,og gömlu bankarnir eru gjaldþrota.
- Sett er á stofn skilanefnd sem ákveður hvað mikið af láninu sem bankinn tók á að greiða.
- Skilanefndin ákveður að aðeins eigi að greiða 20% af láninu sem bankinn tók.
- Fjármál landsins hrynja og lánið mitt tvöfaldast.
- Nýi bankinn rukkar mig áfram samkvæmt lánaskilmálum og ég hætti að ráða við afborganirnar.
- Bankinn býður mér að létta mér greiðslunnar með því frysta greiðslur og dreyfa á allt lánið eftir einhvern fyrirfram ákveðin tíma.
Ég spyr sjálfan mig. Af hverju þarf ég að greiða af láni sem ekki verður endurgreitt nema að 20% höfuðstól.
Af hverju þarf ég að greiða allt lánið til bankans. Hver er að hirða mismuninn? Af hverju þarf ég að greiða einhverjum banka sem sem var að gambla með fé bankans og fór ylla 80% umfram það sem bankinn ætlar að greiða af láninu sem bankinn tók til að lána mér?
Fyrir utan það þá eru þessir sömu bankar búnir að glata stórum hluta af því fé sem ég ætlaði að nota til efri ára minna. Hvar eru bætur mínar?
Ég er að spekúlera að lýsa mig gjaldþrota og greiða ekki neitt meir. Ég sé engan tilgang með því.
Ég þarf hvort sem er að byrja í mínus enn og einu sinni í lífinu.
Athugasemdir
Góð athugasemd.
Grétar Rögnvarsson, 2.12.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.