Laugardagur, 24. janúar 2009
Ég skil ekki fólk sem er að reyna að sverta þessa fundi.
Fyrir mér er það nauðsynlegt að sýna að okkur er ekki sama hvernig ástandið er. Það er búið að sýna svo mikla spillingu í þjóðfélaginu að það hálfa væri nóg. Það er sama hvar drepið er niður fæti allstaðar eru krosstengsl og svínarí.
Verkalýðsfélög, Lífeyrissjóðir,fjármálaeftirlit,bankar,seðlabankastjórn og ríkisstjórn og Alþingismenn. Við skulum skoða Ögmund Jónasson t.d. Þetta er maður sem þykist vera að vinna fyrir umbjóðendur sína í BSRB.
Hefur hann gert það??? Ég get ekki séð það, hvað er þessi maður búin að vera að samþykkja á þinginu. Hvað með eftirlaunafrumvarpið,sporslurnar fyrir þingmenn s.s. dagpeninga,og fl. Fjárgreiðslur til þingflokka. Sama er með forseta ASí, er hann ekki að hugsa um sjálfan sig, er hann ekki bara að reyna að komast inná þing fyrir Samfylkinguna?
Gunnar Páll í V.R. ég er mest hissa honum að vera að brölta þetta. Af hverju sér hann ekki sóma sinn og segir af sér formennskunni ásamt allri stjórninni sem er ekki minna brotleg. Fyrir hverja eru þessir menn að vinna. Hverra hagsmuna eru þeir að gæta? Eru þeir ekki búnir að gleyma uppruna sínum og fyrir hverja þeir eru að vinna. T.D. lánið sem var veitt rétt fyrir hrun til þessara Breta, Hvaða veð eru að baki þessum lánum,eru svona lán í boði fyrir umbjóðendur þeirra? Ég get ekki séð það.
Það er þess vegna sem ég bíð mig fram til stjórnar V.R í komandi kosningum, og ég vona að það séu einhverjir sammál mér um spillinguna og vilja breytingar eins og ég. Ég er allavega tilbúin að leggja mitt af mörkum og breyta vinnubrögðum V.R og koma aftur til fólksins,og vinna fyrir fólkið á þessum erfiðu tímum sem framundan eru.
Mikill fjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.