Laugardagur, 24. janúar 2009
Þegar ég var á M.V.Perlunni 1975-77 var talað um....
Að bakkinn væri alltaf að hopa vegna dælingar Sandey og okkar, en þá var Perlan í eigu Námunnar H.F. Nokkrum árum seinna frétti ég af því að Eyjólfur Konráð Jónsson sem var einn af stjórnarmönnum Björgunar hafi beitt sér í því að rannsóknir yrðu gerðar að ákveðnum aðilum, vegna þess að þá yrðu niðurstöður jákvæðar fyrir Björgun. Björgun er búin að vera dæla þarna síðan með einu og tveimur skipum. Við getum ímyndað okkur hversu mikið magn þetta er. Allar þær landfyllingar allar þær byggingar sem er búið að byggja síðan. Þegar ég var á Perlunni dældum við upp hjá Miklagarði (Holtabakka) sem var í raun eina byggingin þarna og svo Kleppsspítali. Allt þetta land sem er komið þarna núna Eimskip,Samskip,Byko, Húsasmiðjan, Öll húsin fyrir neðan Súðavog í rauninni. Allt Breiðholtið allur Grafarvogurinn,Grafarholtið,og fl.og fl. Þetta er ekkert smá magn af möl og sandi sem er að mestu er búið að taka þarna á þessu svæði. Það þarf engan speking að einhver áhrif hefur þetta haft á landsvæðið þarna, einhversstaðar kemur efnið. Það er ekki framleitt á botninum.
Íhuga skaðabótamál vegna efnistöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll og takk fyrir þessa ábendingu varðandi efnisökuna. Við erum einmitt að upplifa þettað mjög sterkt núna að það á bara að tala um og segja frá því sem hentar í umhverfismatsskýrslunni.
Kv
guðni
Guðni Indriðason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.