Búin að fara einn hring.....

Ég er komin úr fyrsta túr.  Við komum hingað í Toftir kl 10:40 í morgun.  Þetta var ævintýralegt ferðalaf.  Fyrst var flugið skelvilegt (ég er svo flughræddur he he) það var svo mikil ókyrrð þegar við vorum að lenda á Vogi þetta var skelvilegt.  Síðan beið bíll eftir okkur og keyrt beinaléið til Runavíkur og við hoppuðum um borð og síðan farið beint af stað.  Það er rosalegt að fá ekki tíma til að kinna sér skipið og þekkja engan en þetta hafðist einhvern veginn.  Þegar við vorum konin út á sundin þá skall á okkur sa 25-30 m/sek beint í nefið og það var það versta, ég ekki búin að vera á sjó síðan 2005 og auðvitað var ég drullu sjóveikur. Ferðin til Skotlands gekk því rólega 4-5 mílur og lætin eftir því.  En við komum til Scrabster un kl 11:00 á sunnudag og byrjuðum að losa, og fórum þaðan um kl 17:00.  Við fengum svo fínt veður aftur til Færeyja.  Svo maður gat aðeins reynt að setja sig inní málin hér.  Það er rosaleg pappírsvinna og fl sem þarf að koma í lag hér um borð en það er hluti af verkefninu svo að þetta er allt í góðu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

SKo þig frændi. Þú hefur skellt þér á þetta.

Gangi þér vel. Við lentum í þessu helvítis veðri líka á honum Goðafoss. Erum nú í Rotterdam.

Einar Örn Einarsson, 3.2.2009 kl. 16:12

3 identicon

Ert þú kominn á annan Jaxl Nenni ? En annars hvað segja vinir mínir í Rúnavík ?

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband