Það verður erfitt að dæma siglingakappana.

Það verður erfitt að dæma mennina á skútunni, eins og raun bar vitni með sýknudómin á meintum höfuðpaurum.  En ég vona samt að það takist og að dómar verði eins harðir og í Færeyjum í síðasta skútu máli.  Mér finnst hroðalegt að vera afi barna sem eru að detta á unglingsár og þar af leiðandi komast í áhættuhópa. 
mbl.is Skútan á leið í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt vandamál

Þeir voru gripnir fyrir utan landhelgi íslands

þar sem landhelgisgæslan er ekki með lögsagnaumdæmi

þar með flokkast þessar aðgerðir undir Sjórán

eða má gæslan stunda sjórán 70 mílur frá Færeyjum

þeir sem voru í skútunni áttu að senda út alþjóðlegt neyðarkall um sjórán

auk þess máttu þeir nota vopn til að verja sig samkvæmt

Alþjóðlegum Siglingareglum

(( Danska Varðskipið mátti stoppa Skútuna ekki íslenska  ))

Hvað ætlar gæslan að ræna næst kannski olíuskip ?

Er ekki hægt að lækka laun á Varðskipum og ráða Sómala þeir eru sérfræðingar á þessu sviði...

ps. Er á móti dópi og líka þeim sem brjóta alþjóðleg lög....

Captain Jack Sparrow (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:34

2 identicon

Ég er sannfærður um að þessar aðgerðir hafi verið í fullu samráði og með samþykki bæða dana og færeyinga. Reyndar tók dönsk herþota þátt í aðgerðunum. Þekki ekki alþjóðalög vel en ég held að þarna sé svigrú, ef tilkomi samþykki þeirra sem eiga lögsögu. Hins vegar gæti verið fræðilegur möguleiki að  sakamenn gætu sótt dönsk og færeysk stjórnvöld til saka fyrir að veita þetta svigrúm, sérstaklega ef þetta eru þeirra ríkisborgarar.

Kv.

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:41

3 identicon

Á Íslandi er gott að vera fjárglæframaður eða fínkefnasali. þeim sem stunda þessi sprotastörf er bara klappað létt á bakið og sagt að svona gerir maður ekki. Því kemur það ekki á óvart að það sé sama fólkið sem er tekið aftur og aftur. Getur verið að það þurfi að herða refsilöggjöfina og jafnvel vísa fólki úr landi ? Hvernig ætlar nýtt og betra Ísland að taka á þessari meinsemd !!

Kv, Jón Örn.

Jón Örn Arnarson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 20:54

4 identicon

Það sem  Captain Jack Sparrow segir hérna að ofan er ekki rétt. Þó að skútan hafi verið tekin inni í færeyskri efnahagslögsögu þá voru LHG menn í fullum rétti því flugvél gæslunar fann skútuna inni í íslenskri efnahagslögsögu og fylgdi henni eftir með hjálp frá danskri þotu þar til varðskipið náði henni. Þetta heitir óslitin eftirför og því hefði varðskipið í rauninni alveg getað elt skútuna alveg upp að færeysku 12 mílunum en þar byrjar þeirra landhelgi.  Og það kallinn minn eru alþjóðleg lög...

Gummi (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:08

5 identicon

Nenni þeir fá þunga dóma þessir piltar, nú væri gott að vera fangavörður.

Jón Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband