Laugardagur, 16. maí 2009
Og hver segir að sukkið sé búið
Það er hryllingur að fólk sé að missa húsin sín á uppboð, og aðgerðarleysið hjá hinu opinbera er lítið sem ekkert. En það vesta er að sukkið í bönkunum er ekki minna núna eftir að ríkið tók yfir. ég hef sannanir í höndunum um að Byr banki var að selja 30-35 milljóna sumarbústað til einhvers gæðings innan bankann á 4,9milljónir. ég er með þetta á blaði fyrir framan mig þar sem er verið að senda tilkynningu um þessi viðskipti í fasteignamatið. Einnig veit ég um að starfsmenn Kaupthings banka hafa gengið fyrir að kaupa hús á slikk sem bankinn hefur verið að hirða á uppboði. Hús sem kostuðu 60-70 milljónir eru að fara til starfsmanna á 15-25 milljónir síðan er fólkið sem átti þessi hús hund elt til æviloka.. Hvar er fjármálaeftirlitið??? Hvar er bankaeftirlitið ?? hvar er þetta gegnsæja starfsemi sem átti að vera?? Þetta er sama hyskið sem er að stjórna bönkunum og var fyrir hrun og þingmenn eða ráðherrar ráða ekkert við þetta fólk.
Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vildi að nú væru kosningar og fólk væri búið að sjá að þessi starfandi stjórn er gjörsamlega vanhæf,Steingrímur búinn að svíkja sína kjósendur varðandi ESB og Jóhanna hugsar númer 1,2 og 3 eingöngu um ESB.Ef þetta á að verða svona og AGS á að ráða hér náum við okkur aldrei upp aftur,það er vitað að AGS og ESB eru í miklum tengslum og númer 1 hjá þeim er að auðmenn haldi sínum peningum sama hvað það kostar fyrir þjóðina.Er ekki komin tími á aðra byltingu um vanahæfa ríkisstjórn áður en það verður of seint.Steingrímur vildi skila láni AGS fyrir kosningar en hvað nú? nú skiptir stóllinn meira máli en hagur þjóðarinnar.Ég vill byltingu og það strax,og ef hávaði fyrir utan alþingi dugir ekki svo þessir landráðamenn skilji okkur þá er bara að láta sverfa til stáls.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.5.2009 kl. 23:33
Hryllingur ef satt er...
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2009 kl. 00:17
ERU ÞIÐ EKKI AÐ VAKNA
ÉG VAKNAÐI Í MARS Í FYRA OG ÞIÐ FÓLKIÐ Í LANDINU NENNTUÐ EKKI AÐ VAKNA,
SVO AÐ ÉG SEGI VEÐI YKKUR AÐ GÓÐU ÉG ÆTLA AÐ YFIRGEFA ÞETTA
KJAFTÆÐI ÞVÍ AÐ ÞETTA Á EFTIR AÐ VERSNA MARGFALT MEIRA
Kveðja Sturla Jónsson Vörubílstjóri
sturla jonsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:43
Ég mælist eindregið til þess að þú upplýsir sérstakan saksóknara, fjármálaeftirlitið og fjármálaráðherra um þetta.
Og svo er verið að tala um gegnsæi. Er kannski viljandi verið að tefja uppgjör gömlu bankanna til þess að svona óþveri geti viðgengist.
Katrín Helga Reynisdóttir, 18.5.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.