Fallegt land sem við eigum....

Maður vanmetur svo mikið landið okkar.  Ég fór með skipstjóra af skipi sem við erum með í Þorlákshöfn út að keyra í dag.  Það var svo gaman að fylgjast með kallinum,hann var eins og lítið barn sem var að uppgötva heiminn.  Hann var að koma frá Falklandseyjum með viðkomu í Brasilíu og í Kanada,og hann er búin að vera um borð í skipinu í 7 mánuði. 

Ég fór með hann fyrst um Þorlákshöfn og síðan á Eyrabakka og Selfoss og hann átti ekki orð yfir hversu landið var hreint og fallegt og vatnið væri gott sem við eigum.  Síðan fór ég með hann upp að Geysir í Haukadal og að Gullfoss og svo til baka í gegnum Laugavatn.  Mér fannst svo mikið drasl með vegunum og svona grámyglulegt allt ek kallinn var svo uppnumin af öllu það það var með ólíkindum.  Síðan gaf ég honum flotta myndabók og sýndi honum hvernig við notuðum heitavatnið og reyni mikið á þessari stuttu ferð að sýna honum sem mest.  Þegar við komum svo til baka þá kallaði hann alla strákana sem voru að mála skipið til sín og hann fór að sýna þeim myndirnar sem hann tók í þessari stuttu ferð.  Og aðfarirnar og bendingarnar og leiktilburðirnir við að lýsa myndununum að maður sprakk úr hlátri.  Þegar ég kvaddi blessaðan mannin´þá vildi hann gefa mér gjafir og hvaðeina og þegar ég fór þá faðmaði hann mig og blessaði eins og ég hafi gefið honum milljónir.  Gaman að gleðja svona menn.  Og þetta kennir manni líka að meta það sem maður á eins og þetta fallega land sem við megum vera stolt af.


Ótrúlegar mannanna gjörðir.

Ef maður skoðar sögunna,þá er trú og trúariðkun uppspretta af mörgum hryllilegustu atburðum sögunnar.  Þessir ofstækir sem fólk dettur í og allt rugl í kringum það er ekki eðlilegt.  Við höfum orðið vitni af þessum sora meira að sega hér á landi.  Prestar til forna fóru á milli bæja og misnotuðu konur og börn.  Við erum að lesa svona frásagnir eins og þessa frétt oft á ári.  Síðan þegar maður fer að ræða þetta við þessa trúarhópa sama kvaðan þeir koma er allt gott hjá þeim.  Skiptir engu hvort það er Vottar,Hvítasunnumenn,Búddar,Kaþólikkar, eða hvaða nafni sem þeir heyta nú. 

En staðreindin er sú að það er allstaðar veikt fólk,og það er svo oft sem þetta fólk er svo miklir sölumenn og sálfræðingar að það nær að telja fólki trú um allskonar vittleysu og misnotar það síðan svo aldrei fæst bati af.


mbl.is Mæður og börn aðskilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú ætla Sæferðir að reyna að kreista meira fé út.....

Ég var að hlusta á fréttatímann á RUV kl 1800 í dag.  Þar kom frétt un að Breiðafjarðar ferjan Baldur myndi fækka ferðum vegna þess að niðurskurðar af vega-fé til ferjusiglinga.  

Það er erfitt fyrir hann að stunda rekstur núna þar sem þeir eru búnir að vera reka öll sín fyrirtæki á styrkjum frá bæði sveitarsjóði og með ríkisstyrkjum.  En nú eru völd Sturlu að minka svo ekki getur hann ekki bankað þar, nema kannski með litlum árangri.  En nú á að fara herja á að auglýsa að það vanti meira fé til ferjusiglinga. En núna er að styttast í annan endann á samningnum og hann vill fá meira fé til að getað haldið áfram á sömu braut.  En er ekki komið að því að hann greiði það sem honum ber varðandi söluna á gamla Baldri ásamt vöxtum áður en það er farið að ausa í þetta meira fé.


Það var erfitt að gera upp á milli, Til hamingju Eyþór...........

Ég vil byrja á að þakka Bubba Morteins fyrir frábæran þátt.  Mér finnst þetta eru skemmtilegustu þættir sem hafa verið á skjánum. 

En fyrir mér voru þau þrjú sem voru í efstu sætunum vera þau bestu.  Og þessi dómur var réttur að mínu mati Eyþór er ekki nema 18 ára og á alla framtíðina fyrir höndum.  Það náttúrulegu um þau öll sem tóku þátt, en Eyþór var jafn bestur í gegnum alla þættina.


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rukkið bara eðlilega fyrir þjónustuna.....

Ef þið rukkuðuð eðlilega fyrir þjónustu ykkar væri landslægið eðlilegt á vegunum.  Og stór flutningarnir væru komnir á sjóinn aftur.  Minni slys, minni umferð,hærri laun fyrir ykkur,mannlegur vinnutími.
mbl.is Vel sóttur stofnfundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Súðvíkingar og aðrir Vestfirðingar.

Ég vare að lesa frétt á BB.is þar sem nokkur fyrirtæki hafi keypt beituframleiðsluna í Súðavík.  Fyrir mér eru þetta frábærar fréttir, og ættu að getað skapað mikla möguleika þar með talið útflutning á beitu.  Það sem stendur því fyrir þrifum er að það vantar að koma þessu á ódýran hátt út á markað.  Það sem þyrfti að koma er T.D strandflutningar aftur.  Það er svo dýrt að keyra þangað að verðið fer eginlega með útflutningin á þessari afurð því miður.


Hún er elli ær kerlinginn. he he he

Hvað er verið að elta einkverja kengruglaða  kerlingu sem röflar bara út í eitt og er búin að vera gera það alla tíð.  Það er ekkert inn í hausnum á henni nema teygjan sem heldur eyrunum á hausnum á henni.  LoL Police
mbl.is Brigitte Bardot kærð fyrir kynþáttahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er með ólíkindum hvað fólk tekur sér fyrir hendur.

Það er með eindæmum að menn skuli að vera leika sér að svona hlutum.  Mörg af okkur hafa kinnst því að eiga ástvini út á sjó í vondum veðrum og þá sérstaklega hér áður fyrr.  En eftir að þessir sendar komu þá breyttist öryggi okkar mikið við í flestum tilfellum finnumst ef við náum bátunum.  Það er því með ólíkindum að fólk sé að fíflast með þetta öryggistæki og kalla út með því rándýr tæki til leitar.  Það er skömm af því.
mbl.is Neyðarsendir á ruslahaugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru mótmælin orðin svona?????


mbl.is Flutningabifreið föst undir Stekkjabakkabrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru eigendur Toppverktaka?

Mér liggur forvitni hverjir eru eigendur Toppverktaka ehf.  Eru þeir þekktir í bransanum og eru þeir með reynslu í svona málum????  
mbl.is Samið um Reykjanesbrautina eftir 2-3 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband