Laugardagur, 10. maí 2008
Mér finnst þessi dómur vægur
Mér finnst þessi dómur ótrúlega vægur. Þessi maður er búin að vera misnota ungar fárveikar stúlkur, sem voru langt leiddar í fíkn sinni. Og einnig er með ólíkindum hversu lágar bætiturnar eru lágar. Hvað er að í dómum á svona málum. Af hverju er svona mikið ósamræmi í dómum??
En það sem mér þótti rosalega merkilegt, er hugrekki mæðra þessara stúlkna,að koma fram í fjölmiðlum eftir að hafa lesið dóminn. Hugsið ykkur hversu mikinn kjark þær hafa. Það er búið að taka stelpurnar í nefið og þær hafa þurft að þola allskonar fordóma vegna þess að hafa komið fram með þetta mál. Þær hafa misst húsnæði sín,og sumar þeirra hafa ratað aftur í hin grimma heim vímunnar,og ekki náð sér á strik. Ég get ímyndað mér hversu erfitt það hefur verið hjá þessum fjölskyldum á undanförnum misserum að þurfa að ganga í gegnum allt það sem þau hafa þurft að þola.
![]() |
Ósáttur við dóminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Ætla allir viðskiptavinir Eimskips að færa sig yfir????
![]() |
Atlantsskip semja við Eimskip og hætta rekstri skipa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. maí 2008
Heilræði fyrir formann verkalýðsfélagsins á Akranesi.
Ég sem gamall Skagamaður hef fylgst með þróuninni hjá H.B.Granda. Þetta er vel rekið fyrirtæki sem er að gera mjög flotta hluti varðandi markaðsmál og skipulagningu í sínum rekstri. Það eru fá fyrirtæki sem eru að gera eins flotta hluti í sínum rekstri.
En það hefur hvarflað að mér að Formaður Verkalýðsfélagsins á Akranesi og Bæjarstjórinn hafa farið hamförum varðandi umfjöllun um gjörðir H.B.Granda með hótunum og fyrirspurnum. Er það Skaganum til hagsbóta að vera láta svona??? Mér finnst að Bæjarstjórnin og Verkalýðsfélagið eigi frekar að leggjast á árarnar og reyna að halda fyrirtækinu innan Akranes í stað þess að sparka á eftir því. Ég er viss um að ef menn leggist á eitt og greini vandan og vinni eitthvað í honum sem gæti verið til þess að stjórnendur fyrirtækisins endurskoði afstöðu sína og sjái sóknarfæri að koma með starfsemi sína uppeftir aftur. Það er nú ekki fýsilegt að koma með rekstur inn í sveitafélag sem er með svona áróður og bíði eftir að aðrir komi og reddi hlutunum fyrir þá og vilja ekkert gera til að bjarga hlutum. Það eru fullt af möguleikum uppi á Skaga. Við eigum flotta höfn þarna, það væri t.d. hægt að búa til félag um rekstur á frystigeymslum sem yrði á höfninni. Þá fengjum við vinnslu skipin meira þangað til löndunar. Það yrði líka fýsilegra að efla þar uppsjávar vinnslu aftur. Við áttum gott fyrirtæki þarna sem var Nótastöðin er möguleiki að endurvekja hana? Við erum með úrvals fólk í fiskvinnslu og í viðhaldsgeiranum, eru sóknarfæri þar??
Það hljóta að vera fullt af sóknarfærum þarna heima allavega eru Skagamenn þekktir fyrir allt annað en að gefast upp. Við megum ekki leggja árar í bát og standa eins og hanar og gala og kenna öðrum um. Það eru fleiri félög þarna uppfrá sem hægt er að renna styrkari stoðum undir, bæði í útgerð og þjónustu. Menn verða að athuga menn eru með rekstur sinn á þeim stað þar sem gott er að vera.
Mín skoðun er sú að menn eiga að slíðra öll sverð og leggjast á árarnar og byggja upp,í stað þess að rífa niður það skapast alltaf sóknarfæri þegar eitthvað dettur út. Ef ekkert er gert þá verður ekkert verkalýðsfélag og þá fækkar störfum meira allavega á þeirri skrifstofu.
![]() |
Sakar HB Granda um fantaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Enn og aftur í fréttirnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem viðkomandi prestur lendir í fjölmiðlum út af gjörðum sínum. Er ekki ástæða fyrir Biskupsstofu að gera meiri kröfur til þjóna sinna? Það er að koma ávirðingar á kirkjunnar þjóna reglulega og að fá svona ávirðingar, er bara til að rýra traust á kirkjunnar þjónum. Það hlýtur að vera vont fyrir þá mörgu góðu menn sem þar innanbúðar að þurfa að vera í sí og æ í því að vinna traust þegna kirkjunnar vegna fárra einstaklinga sem eru veikir í sínum heila. Það hefur loðað við þessa stétt í gegnum aldir saurlíf og annars konar óheiðarlegt starf sem auðkennst af græðgi og fl.
![]() |
Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 3. maí 2008
Ekkert af markmiðum náðist fram.... Það er málið.
Öll saga þessa skips er sorgar saga,og öllum þeim sem að því hafa komið til vansa. Og sorglegt að engin er látin bera ábyrgð á sukkinu. Það sem hefur komið í ljós eftir að skipið var tekið í notkun er að skipið gengur minna en ætlað var, skipið er ekki að geta flutt þungavöru nema með sértækum aðgerðum, og fl. Eftir lestur þessarar skýrslu er að þessar skoðanir sem hafa farið fram með ólíkindum,og maður gæti haldið að það hefði bara verið gleðiferðir og lítið staldrað við um borð til að skoða skipið. Öll framganga ráðuneytis í málinu er lituð kosningabaráttu og atkvæðasmölun.
Það er með ólíkindum að engin sé látin bera ábyrgð,eins og ég hef oft talað um í skrifum mínum. Bæði Árni Matthísen og Sturla Böðvarsson hafa farið hamförum í bullinu. Hver annar en Árni Matthísen hefur látið Vélsmiðju Orms og Víglundar hafa verkið á svona kjörum,og alveg með ólíkindum að mennirnir hafa getað skrifað reikninga út í eitt,enda hafa útboðsgögn verið ylla skoðuð og verklýsingar mjög slæmar ef þær hafa verið yfir höfuð, Vélsmiðjan hefur notað sénsinn og skrifað og skrifað reikninga á aukaverk og á þær breytingar sem áttu sér stað í ferlinu það er vel þekkt að menn nái sér í auka peninga á svona bulli. Sturla Böðvarsson hefur þagað og ekki tjáð sig um málið og segist ekki hafa neitt um málið að segja það sé annar Samgönguráðherra, enda er það hollast fyrir hann, menn gætu farið að spyrja óþægilegra spurninga. Það eru svo mörg embættis afglöp sem hann hefur gert í gegnum tíðina bæði sem bæjarstjóri og ráðherra. Ég er að bíða eftir smá upplýsingum og ég mun þá skrifa meira um það hér síðar,þar sem margt skondið koma fram.
Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því hvað verður um gamla Sæfara, hvert skyldi hann fara og á hvaða pening?? Hverjar verða kröfurnar um eignarhald á honum. Hver fær söluhagnaðinn og fl.og fl.
En að lokum vona ég að þetta nýja skip gangi vel, og að það komi til með að þjóna Grímseyingum vel og verði laust við bilanir og uppákomur. Gæfa og gengi fylgi skipstjóra og áhöfn í framtíðinni.
![]() |
Öll meginmarkmið með Grímseyjarferju náðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Það eru fleiri væringar!!!!!
Það er ekkert fjallað um yfirtöku Eimskip á Atlantsskipum. Mér þykir það dálítil frétt. Enn einu sinni kaupir Eimskip upp keppinaut sinn. Ég er ekki klár á hversu oft Eimskip keypti skipið Florentu til að lostna við keppinautana.
Ég frétti að þetta hafi verið kynnt á starfsmanna fundi í gær hjá Atlantsskipum.
![]() |
Áður rætt um sameiningu SPRON og Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
Til hamingju Hjúkrunarfræðingar...
Mig langar að óska hjúkrunarfræðingum til hamingju með sigurinn í þessu máli. Stjórnunin í þessu landi er að verða komin að þolmörkum, fólk er að verða búið að fá nóg af svona stjórnunarstíl eins og þessi stjórn er að sýna. Mér finnst aðdáunarvert hversu þetta fólk stóð saman í sínum aðgerðum. Það sem kom mér mest á óvart var hrokinn í settum framkvæmdastjóra LSH. í kvöldfréttum RUV. Það eitt sagði mér að tilskipunin kom að ofan frá ráðherra og engum öðrum. Þetta fólk er að vinna mjög óeigingjarnt starf á lúsarlaunum. Ráðherra og stjórnvöld ætluðu að keyra fólkið niður á þeirra vilja en sem betur fer tókst það ekki.
Mér finnst aðgerðir vörubílstjóra og nú Hjúkrunarfræðinga sýna að það eru allir búnir að fá nóg,og ætla ekki að láta að nýðast á sér meira.
![]() |
Vaktakerfið dregið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Ég vil þakka fyrir mjög góðan þátt á Bylgjunni í morgun.......
Ég vaknaði í morgun eins og venjulega á Sunnudögum og ætlaði á fundin minn. Ég kveikti á útvarpinu og þá var viðmælandi Valdísar, Sigríður Björnsdóttir sem er formaður samtakana Blátt áfram. Ég fór að hlusta og ég fraus gjörsamlega. Að hlusta á þessa blessaða konu og raunir hennar var svo átakanlegt. Ég límdist við útvarpið og gleymdi fundinum mínum. Ég er svo viðkvæmur að ég hreinlega táraðist og varð svo gjörsamlega vanmáttugur á að hlusta á lýsingar hennar á æsku sinni og baráttu fyrir lífinu. Mér finnst svona konur eins og Sigríður vera ótrúlega sterkar og óeigingjarnar og kjarkaðar að stíga fram og segja sögu sögu sína.
Þetta var miklu meira fyrir mig að hlusta á þennan þátt, en að fara á fundin minn. Ég vil þakka Valdísi Gunnarsdóttur fyrir þennan þátt og hún á heiður skilið hversu nærgætnislega hún nálgast viðmælendur sína. Og að lokum vil ég þakka Sigríði Björnsdóttir fyrir að deila með okkur," þessum fáfróðu" sögu sinni og ég bið góðan guð að vernda hana og styrkja í raunum hennar og baráttunni með son hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Smá saga um hvernig maður er plataður.......................
Mig langar að biðja fólk um að gæta vel að sér í verslunum. Þannig er að afastrákurinn minn eldri bað afa sinn að koma í Hagkaup í Holtagörðum af því að hann var búin að safna sér fyrir einhverri byssu, þannig að við fórum í Hagkaup og við ákváðum að kaupa pakka handa öllum barnabörnunum litla sumargjöf. Konan fór í að skoða eitthvað og síðan fórum við og greiddum fyrir vöruna eins og vera ber,en þá kom í ljós að það átti að snuða okkur um 850 kr frá auglýstu verði og verði á kassa. Ég er aldrei að skoða þessi verð en Sirrý skoðar þau alltaf og hún gerði athugarsemd við þetta og þá kom einhver stúlka og ætlaði að þræta fyrir þetta og vildi meina að við hefðum vitlaust fyrir okkur en þá tók konan hana að rakkanum og sýndi henni og viti menn þetta var rétt hjá okkur. Síðan fór hún í Blómaval og var að kaupa mold og var hún auglýst á 690 kr og þegar við komum á kassann þá var hún á 740 kr mismunur 50 kr, ekki er öll sagan sögð. Síðan lá leiðin í Nóatún Grafarholti þar sem okkur vantaði eitthvað smá og þar var sama sagan ekki sama verð á kassa og auglýst er á rekkum. Þetta voru ekki stórar tölur hjá okkur í dag,við vesluðum í heildina fyrir um 5500 kr og það sem átti að snuða okkur um voru 1000 kr. Þannig að þetta eru miklir peningar fyrir fólk sem hefur fyrir mörgum munnum að sjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Kom frá Amsterdam í dag......................
Ég var að lenda eftir frábæra ferð til Brussel. Ég fór á sjávarútvegssýningu sem er haldin þar reglulega. Það var ótrúlega gaman að koma til Brussel,en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem þangað. Þetta var svolítið strembið,sýningin byrjaði kl 10:00 á morgnana og henni lauk um kl 19:00 og vorum við að vinna á básnum okkar ásamt því að heimsækja aðra bása.
Það sem mér fannst gaman að að skoða byggingarnar og byggingarlistina þarna, mynnti mig sumt á Kaupmannahöfn þessar þröngu götur sem voru þarna víða. Á kvöldin var hist á torginu þarna var mjög mikil stemning þar.
Við tókum svo lestina til Amsterdam og gistum eina nótt þar. Það er alltaf gaman að koma þangað. Við röltum mikið þarna í gærkvöldi um og skoðuðum lífið. Síðan var flugið kl 14.00 í dag hingað heim. Frábær ferð og maður kinntist mörgu góðu og skemmtilegu fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)