Laugardagur, 5. janúar 2008
Það á bara að rífa þessa kofa.
Mér finnst bara allt í lagi að fjarlægja þessi hús. Þetta eru gömul hús sem eru börn síns tíma. Þau henta ekki lengur í neinn rekstur og það er ómælt fé sem þarf að halda þessu drasli við. Að mínu mati á að byggja reisuleg hús þarna sem hægt að nýta bæði til reksturs og til íbúðarbyggðar. Við eigum ekki að vera eiða skattfé í að halda þessum húskofum við. Ef fólk vill vernda þetta á það að kaupa þessi hús sjálft og nýta sitt eigið fé til að halda þessu við og endurbyggja, ekki sækja um styrki og styrki ofan.
![]() |
Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. janúar 2008
Frábærar fréttir.
Þetta er ánægjulegar fréttir, þá fara hjól atvinnulífsins að snúast hratt í gang eftir frekar daufar síðustu vikur. Vonandi finnst nóg af silfri hafsins.
Maður fær svona fiðring í magann og langar að fara aftur á sjó þegar maður heyrir svona fréttir.
![]() |
Fyrsta loðna ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Þá verðum við að kalla þá heim
![]() |
Vopnahléssamkomulagi sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Ég vona að það komi mótframboð.
Mér finnst að það sé komin tími á Ólaf að hverfa úr þessu embætti. Hann er er orðin þræll auðvaldsins og þá sérstaklega Glitnis og Eimskips. Menn frá þessum fyrirtækjum eru farnir að nota kallin sem einhvern upplýsingarfulltrúa sinn, að vísu svolítið dýran en sem við borgum. Hann er búin að margfalda útgjöld embættisins á sinni valdatíð, og er eins og landafjandi eftir öllum kokteilboðum sem hann getur hugsamlega komist í. Ég veit ekki hvert hann hent hugsjónum sínum sem hann þóttist berjast fyrir þegar hann var í pólitík. Eða er Eimskip að borga honum greiðan sem hann gerði þeim þegar hann kom Hafskip á hausinn.
Ég skora á einhvern að bjóða sig fram á móti Ólafi ella leggjum embættið niður.
![]() |
Býður sig fram til endurkjörs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Gleðilegt nýtt ár.
Gleðilegt nýtt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Það má þakka fyrir að ekki yrðu fleiri slys.
Ég var einmitt að tala um það í gærkvöldi á ,meðan herlegheitin stóðu sem hæðst, að maður mætti þakka fyrir að ekki yrðu slys á fólki. Ég horfi yfir alla Borgina og átti ekki von á svona miklum flugeldum eftir veðurspánna í gær. Það bókstaflega logaði himininn. Það var rosalega flott, en maður sá líka tertur springa í höndunum á fólkinu.
![]() |
Sextíu á bráðamóttöku í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 29. desember 2007
Slæm veðurspá.
Ég er búin að vera að vinna í allan dag, en ég var með 2 skip á mínum snærum sem við vorum að kappkosta að vera fljótir að lesta af því að það er svo rosa ljót veðurspá. Annað skipið var í Eyjum en hitt var á Vopnafirði og Reyðarfirði. Já eins og ég sagði er þetta ein ljótasta kort sem ég hef séð í vetur sem er að koma til okkar á gamlársdag.
Eins og sést á þessum myndum er mjög vont veður í hafinu svo að kalla greyin vildu flýta sér mikið til að lostna við veðrið. Ég varð þess vegna að vera á vappinu í nótt og ganga frá tollinum og panta lóðs og síðan í dag að gera útflutningsskýrslur.
En þar sem litli sprengju sérfræðingurinn minn er komin til pabba síns í Danaveldi og veðurspá er svona slæm þá kaupi ég ekki neinar þetta árið. En ég ætla að eiða þeim peningum núna í fjárfestingar í Bridge klúbbnum og þáta þá peninga fara að vinna fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 28. desember 2007
"Abyrðarleysi"
![]() |
Leitað að ferðamanni sem fannst í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Smá monnt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Kem ekki myndum inn á bloggið.
Ég er búin að vera að reyna að setja inn myndir það gengur ekki. Það hlýtur að vera eitthvað að kerfinu. Ég sem ætlaði að fara að monta mig af litlu afa ungunum mínum. En það hlýtur að lagast. Maður er búin að hafa það rosalega rólegt yfir hátíðirnar. Bara étið og lesið og verið að leika sér í tölvunni. En það lagast mikil vinna framundan bæði í vinnu og eins að vinda ofan af sér, og því sem maður er búin að setja utaná sig um hátírðar. Það verður miklu erfiðara en að setja það á sig he he he he he. en svona dettur maður í það á þessum dögum. Best að drífa sig í sund byrja á því. Maður hressist kannski á því, og kemur kannski myndunum inn á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)