Laugardagur, 20. október 2007
Það er gaman að fylgjast með Hönnu Birnu og Gísla Marteini
Mér finnst gaman að fylgjast með þeim tveimur Hönnu Birnu og Gísla Marteini. Það er verið að reyna að finna blóraböggul fyrir innri kreppu í Sjálfstæðisflokknum. Og mér finnst Gísli Marteinn eigi að biðja Björn Inga opinberlega afsökunar á orðum sínum og þeirri lágkúru að koma fram í sjónvarpi og segja að hann sé ómerkingur og að hann myndi ekki trúa einu einasta orði eða gjörðum sem Björn Ingi gerði eða segði, og hann myndi ekki einu sinni treysta honum til að fara út í búð fyrir sig. Ég get ekki orða bundist á þeirri hneisu að leggjast svo lágt að ráðast svona á menn að það hálfa væri nóg, og lýsir Gísla sem stjórnmálamanni. Og mér finnst Gísli vera maður minni eftir svona umræðu og ég er hræddur um að afi Sveinbjörn hafi ekki verið ánægður með svona framkomu. Ég veit ekki hvernig Gísli og Hanna Birna ætla að tækla það að fara að vinna í stjórnmálum eftir svona sprengingu og svívirðingar, þetta eru mestu svívirðingar sem hafa komið fram síðan ég veit ekki hvenær. Þau eru að reyna að kasta ryki í augu fólks til að reyna láta óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins ekki koma fram, alla vega vildu menn ekki hafa fundin opin fyrir fjölmiðlum, en það gerðu þó Framsóknarmenn.
Síðan nota þeir Ríkissjónvarpið sem þeir eru búnir að breyta í hlutafélag og hvað hefur skeð síðan??? Öll launamál hjá yfirstjórn hefur margfaldast. hvað annað hefur skeð þar. "Ekkert" nema það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft beinan aðgang að stofnuninni fyrir sína áróðurs maskínu og nota hana óspart. Ég held að menn eigi að leggja niður vopn og taka orðnum hlut og fara að vinna fyrir hagsmunum Borgarbúa. Og láta okkur dæma verk Borgafulltrúa í næstu kosningum.
Varðandi Orkuveitumálið veit ég að Svandís Svavarsdóttir klárar það mál með reisn eins mikill skörungur og hún er og verður gaman að fylgjast með henni í nánustu framtíð.
![]() |
Við sinntum störfum okkar vel" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. október 2007
Komin aftur að vinna á markaðnum????
![]() |
Einn þeirra sem tengjast stóra fíkniefnamálinu látinn laus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. október 2007
Þeir eru óþolandi og óferjandi........
![]() |
Útgerð íslensks fiskiskips gert að greiða sekt í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Miðvikudagur 17.10.2007
Ég er ekki búin að blogga mikið undanfarið, en ég hef verið svo uppnumin og spenntur að fylgjast með Borgarmálum, og stofnun nýs meirihluta í Borginni. En það sem er að frétta af mér er að maður er á fullu í vinnunni og svo er maður er ég að djöflast í ræktinni 5 sinnum í viku og svoleiðis. Síðan er búið að vera smá þvælingur á mér, upp á Akranes og Sandgerði Grindavík og fleira. Það sem er að ske á næstu dögum er að það er árshátíð á Laugardaginn, og síðan á miðvikudaginn flýg ég til Færeyja. Við verðum þar í nokkra daga, kannski tekst það núna.
Einnig er ég að fara á námskeið í fyrramálið og verð allan daginn á því sem er bara gott fyrir mig. Eins og þið sjáið er hellingu í gangi hjá mér. Í einkalífinu hef ég verið að skoða að kaupa lóð uppi á Skaga og byggja en það hefur ekkert gerst í því enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. október 2007
Flott virkjunn
Ég er enn uppnumin á hversu flott mannvirki þetta er. Einnig hvað ver er frá öllu er gengið.
Til Hamingju Landsvirkjun.
![]() |
Vatni úr Hálslóni hleypt á aðrennslisgöngin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. október 2007
Ég skal meðhöndla óþverran
![]() |
Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 16. október 2007
K.S.Í verður................
Ég held að KSÍ ætti að vera snöggt að reyna að ná samningi við Guðjón Þórðarson áður en eitthvert lið á Englandi kaupir hann. Guðjón er eini maðurinn sem gæti híft liðið upp um einhver sæti. Í dag er liðið í sögulegu lámarki. Það er furðulegt að Landsliðsþjálfari sé að spila í keppni. og vera að prófa hvað ætti að vera gera, Rosalegt að vera ekki búinn að vinna heimavinnuna sína og vera ekki búin að skoða menn sem getað fyllt lykilmanna okkar heldur að vera að prófa menn eftir að komið er í keppnina sjálfa.
Þetta er mín skoðun.
![]() |
Eftirmaður Guðjóns rekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. október 2007
Gísli farðu varlega.
![]() |
Gísli Marteinn: Milljarðar renna til manna sem stýrðu Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. október 2007
Villti tryllti Villi.................................
![]() |
Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 14. október 2007
Líklega bjargar þetta því sem bjargað verður.........................
Mér finnst þessi útganga Björns Inga Hrafnssonar vera mjög klókur pólitískur leikur hjá honum. Og líklega bjargar þetta því sem bjargað verður innan Framsóknarflokksins. Þessi leikur hefur verið leikinn af Sjálfstæðisflokknum slag í slag en Björn Ingi var bara skrefinu á undan núna. En mér finnst að Alfreð Þorsteinsson eigi ekki að koma að málinu á nokkurn hátt og eigi að hverfa út úr pólitíkinni nú strax. Það er búið að vera of mikill titringur og spillingar lykt af þeim manni að mínu mati. Það þarf algjörlega að söðla um innann flokksins ef að hann á að ná sér upp aftur. Það er mikið til í því sem Steingrímur Hermannsson sagði í viðtali um daginn, " Það er búið að gera of mörg mistök innan Framsóknarflokksins" í stórum málum. Þar af leiðandi má þessi meirihluti ekki snúast um bitlinga Alfreðs og þeirri meðferð sem hann er komin í. Þessi meirihluti á að snúast um velferð Borgarbúa og að tryggja að börnin okkar geti verið á leikskólum og að aldraðir og öryrkjar fá þá þjónustu sem þeim ber frá Borginni,og að Sundabrautin verði sett af stað og að lóðarverð verði viðunandi, og að fyrirtækjum sem eru í borgini verði haldið þar en ekki flæmd í burtu eins og er verið að gera í dag. Og að ekki verði seldar úr eigu borgarinnar þær tekjulindir sem Borgin á. Ef þetta gengur eftir á þessum nótum verður tryggt að þessi meirihluti styrkist og Margrét Sverrisdóttir verður áfram í pólitík V.G komist til meiri áhrifa Framsókn styrkist.
Mér finnst nefnilega að Margrét Sverris sé ekki metin af þeim verðleikum sem hún hefur að bera. Hún er dugleg hreinskiptin og ég held mjög heiðarlegur persónuleiki.
Ég vona að þessi nýi meirihluti auðnist að vinna heiðarlega og verði samstíga í verkum sínum og að menn leggi til hliðar eigin hagsmuni og bitlinga, og aðgæti að ekkert beri á einkavina væðingu.
![]() |
Nýr meirihluti nýtur stuðnings 56,5% borgarbúa samkvæmt könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)