Mánudagur 29.10.2007

það byrjaði dagurinn kl 0615 með því að fara í ræktina, helv. ég fékk svo rosalega í kálfann á hægra fæti að ég var að drepast, en ég lagaðist eftir teygingar.  Síðan leið dagurinn mjög hratt áfram.  Við vorum að skoða rosa skemmtileg mál í vinnunni og það verður rosa spennandi hvernig því reiðir af.  Það er alltaf að koma eitthvað nýtt uppá sem ég er að læra, gaman af því.  Ég var rosalega hissa á því hver var ráðin þjálfari fyrir landsliðið í knattspyrnu, en maður þarf ekki að vera hissa eftir á að hyggja.  Það er langt síðan að það var búið að ræða við Ólaf, löngu fyrir lok keppnistímabilsins.  Ef það hefði ekki verið hefði hann endurnýjað samningin við FH.  En svona er framkoma yfirmanna hjá KSÍ.  Ég er mest hissa á að ekki skyldi vera talað við Guðjón Þórðarson, það er engin sem kemur til með að gera það sem hann er búin að afreka á sínum ferli.  Auðvitað kemur fyrir að menn mistygi sig en þarf það að vara að eylífu?  Ég óska Ólafi til hamingju með starfið og óska honum velfarnaðar í stari og vona að honum gangi bæði hratt og vel að rífa liðið uppúr þessum öldudal sem það er statt nú. 

Ég endaði svo vinnudaginn á því að stela tveimur litlum afa stelpum, og fara með þær í sund, Það var æðislega gaman að því, en þá sá ég hversu mikilvægt er að fara með börnin í ungbarna sund.  Salka fór í ungbarnasund en Kamilla Stjarna ekki og það sást alveg munurinn hvað Salka var sjálfstæðari og öruggari með sig.  En það kemur hjá hinni.  Þær voru svo kátar, og glaðar þegar þær komu uppúr þessar elskur en þær voru líka rosalega þreyttar og ætluðu að fara báðar  beint að lúllaJoyfulWink best að fara að sofa ræktin bíður kl 0630.


K.S.Í nota tækifærið... Hárrétt ákvörðun..........

Ef við ætlum að láta þetta ganga þá verður að ráða Gauja Þórðar.  Hann er sá eini Íslenski þjálfarinn sem er í spilunum,  maður sem hefur þetta þor til að taka á málunum. Ef á að ráða Íslenskan þjálfara.   En menn verða að muna það að það hefur heldur ekki gengið sem best að vera að ráða erlenda þjálfara hingað til.   Íslenska landsliðið hefur aldrei náð jafn langt og það náði undir stjórn Guðjóns.  
mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagur 27.10.2007

Það er búið að vera hellingur að gera hjá mér í gær og það sem er af þessum degi.  Í vinnunni minni er búið að vera mikið fjör og mikið að gera.  Ég er búin að vera duglegur í ræktinni og líka í körfuboltanum.  Það er rosalega skemmtilegt í körfunni en við erum allir í deildinni minni sem förum tvisvar í viku og það er mikið tekið á .  Þeir sem þekkja mig geta ímyndað sér hverslags átök eru í gangi þarna það er ekkert smá, og þeir sem minni eru verða að hlaupa stóran hring í kringum kallinn LoL , en það er rosalega gaman og skapar svo góðan móral hjá okkur í deildinni.  Það er búið að hlægja mikið af Færeyja ferðum mínum, (sem ég hef ekki komist í enn) en það er búið að skipuleggja næstu ferð hún er á tíma 5. nov.  kannski kemst ég????  

Í morgun fór ég með Frammaranum mínum í Hafnarfjörðin að keppa, það er rosa gaman að fylgjast með þessum púkum í handboltanum,  Mínum gekk rosa vel og lentu þeir í öðru sæti, frábært hjá þeim. 

Sirrý er búin að vera rosa veik undanfarið og er heldur að hressast núna.  Rosa pest þetta.  En okkur er boðið í teiti hjá Bridge ltd klúbbnum milli kl 16:00 til 19:00 en við vorum að flytja skrifstofur okkar frá stórhöfðanum upp á Lyngháls.  Það er rosa uppgangur og miklar innskráningar inn í klúbbinn, enda er mikið að gerast þar. 


Göngum í Evrópusambandið

Það er verið að undirbúa einhverjar breytingar sem almenningur veit ekki.  Það er verið að bjarga einhverju.
mbl.is Kaupþing breytir starfrækslugjaldmiðli í evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er öflugur þó móti blási.

Hann er öflugur hann Gunnar Birgisson þá svo að flokkurinn vilji hann burt.  Það er alkunna að menn innan flokksins vilja hann burt vegna þess að hann er óþægur og fer sínar leiðir.  Hann fær líka góðan stuðning frá okkur Framsóknarmönnum.  Hvor ætli ráði meiru?
mbl.is Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar 2,1 milljarður króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Bíldudalur

Þetta eru gleðitíðindi og frábært að þetta skuli vera komið í gang.  Ekki veitir af að það komi einhverjar góðar fréttir af Vestfjörðum.
mbl.is Framleiðsla hafin í kalkþörungaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmleikur.

Það er svakalegt sem margar fjölskyldur þurfa að þola.  Það virðist vera endalaus harmleikur hjá Bresku fólki í Portúgal.
mbl.is Lík breskrar konu fannst í sjónum við Mallorca
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðjudagur 24.10.2007

Hvað haldið þið?  Ég er búin að reyna að komast til Færeyja,  Í dag átti svo að gera aðra tilraun en hvað haldið að það hafi skeð.  Við misstum af vélinni.  Málið var það að það var seinkun á fluginu í morgun til kl 14:00 og við biðum og biðum og biðum.  Síðan kom tilkimming seinkunn til kl 15:00 og við Höddi skelltum okkur til Dísu í kaffi.  Síðan kl 15:00 hringdi ég og athugaði með flugið en þá kom í síman rödd sem sagði að vélin væri farin................ Ég trúði ekki hvað væri í gangi, við höfðum spurt um hvað það þíddi ef ætti að ath. flug kl 15:00 hvort að það ætti að fljúga þá og var okkur sagt að það þíddi brottför kl 15:30 fyrstalagi en þetta skeði.   Grrrrrrrrrrrrrrr  En svona er þetta það er æðri máttur sem srýrir þessu.

Maður að meiru..................

Það er verið að gagnrýna þennan mann, mér finnst hann maður að meiru að víkja sæti.  En það er ekki nóg.  Ég treysti ekki Gísla Marteini til þess að vera í þessari nefnd né neinni nefnd á vegum borgarinnar.  Mér finnst hann ekki vera að sýna neina mannlega eða faglega takta til að vera Borgarfulltrúi.  Það er ekki nóg að reyna að finna blóraböggla í öllum málum og líta aldrei í eigin barm.  Það vita það allir hvernig hann kom inn í stjórnmálin, hann er afkvæmi Björns Bjarnarsonar og ef hans atbeina hafi ekki notið væri Gísli ekki í stjórnmálum.  En hvorki hann né Hanna Birna eiga að koma að þessari nefnd.  Það er eins í Framsóknarflokknum ´mér finnst að Sæunn Stefánsdóttir eigi að fara í þessa nefnd. 
mbl.is Björn Ingi ekki í stýrihópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagur 20.10.2007

Í gær hefði faðir minn átt afmæli hann hefði orðið 79 ára, og hefði örugglega orðið það þar sem hann var mjög hress bæði á sál og líkhama.  En hann fórst í bíl slysi uppá Kjalarnesi fyrir nokkrum árum blessuð sé minning hans.

Í dag er ég bara búin að vera að slappa af, ég er búin að vera keyra á æfingar 2 sinnum á dag alla vikunna og samkvæmt ráðleggingum á ég að taka því mjög rólega í tvo daga í viku.  Við fórum í Stórflutningadeildinni í körfu í 2 tíma í gær Grin og það var gaman að sjá hversu þolið er komið upp hjá mér eftir ekki lengri tíma en þetta.  En ég er allur í harðsperrum í dag og bakið mitt í kássu Blush.  En í kvöld er svo árshátíð og verður hún haldin í Gullhömrum.  Ég held að það verði um  600 manns þar samankomin.  Það er búið að vera sýna myndir sem starfsmenn eru búnir að vera að framleiða alveg frábærar myndir (stuttmyndir) svo að það verður gaman að sjá hver fær Óskarinn.  Það verður gaman að fara á sína fyrstu árshátíð í Samskipum og halla ég mikið til, við ætlum að hittast í forhitun hjá einum vinnufélaga mínum. En meira um það síðar.

Í dag er ég að hjálpa fólki í Bridge Investment sem eru að kaupa í GPS-Buddy.  en það er síðustu forvöð í dag.

 Svo verð ég að monnta mig af afa börnunum mínum.

20070923121759_0

Handbolta strákurinn minn.

20070923122252_50

Falleg systkini.

20071002120547_0

Töffarinn

20071002120653_1

Bestu frænkur í heimi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband