Mánudagur 29.10.2007

það byrjaði dagurinn kl 0615 með því að fara í ræktina, helv. ég fékk svo rosalega í kálfann á hægra fæti að ég var að drepast, en ég lagaðist eftir teygingar.  Síðan leið dagurinn mjög hratt áfram.  Við vorum að skoða rosa skemmtileg mál í vinnunni og það verður rosa spennandi hvernig því reiðir af.  Það er alltaf að koma eitthvað nýtt uppá sem ég er að læra, gaman af því.  Ég var rosalega hissa á því hver var ráðin þjálfari fyrir landsliðið í knattspyrnu, en maður þarf ekki að vera hissa eftir á að hyggja.  Það er langt síðan að það var búið að ræða við Ólaf, löngu fyrir lok keppnistímabilsins.  Ef það hefði ekki verið hefði hann endurnýjað samningin við FH.  En svona er framkoma yfirmanna hjá KSÍ.  Ég er mest hissa á að ekki skyldi vera talað við Guðjón Þórðarson, það er engin sem kemur til með að gera það sem hann er búin að afreka á sínum ferli.  Auðvitað kemur fyrir að menn mistygi sig en þarf það að vara að eylífu?  Ég óska Ólafi til hamingju með starfið og óska honum velfarnaðar í stari og vona að honum gangi bæði hratt og vel að rífa liðið uppúr þessum öldudal sem það er statt nú. 

Ég endaði svo vinnudaginn á því að stela tveimur litlum afa stelpum, og fara með þær í sund, Það var æðislega gaman að því, en þá sá ég hversu mikilvægt er að fara með börnin í ungbarna sund.  Salka fór í ungbarnasund en Kamilla Stjarna ekki og það sást alveg munurinn hvað Salka var sjálfstæðari og öruggari með sig.  En það kemur hjá hinni.  Þær voru svo kátar, og glaðar þegar þær komu uppúr þessar elskur en þær voru líka rosalega þreyttar og ætluðu að fara báðar  beint að lúllaJoyfulWink best að fara að sofa ræktin bíður kl 0630.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Nenni minn...ég sé að þú hefur alltaf nóg fyrir stafni og mikið rosalega ert þú aktivur í ræktinni,þarf að taka þig til fyrirmyndar.En vildi bara segja þér að mér þykir svo vænt um þig og sakna þess að sjá þig ekki meira en ég geri...poolkveðjur til þín

Björk töffari (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:06

2 identicon

Ég hef ekki nennt í ræktina en er í sundi. Eitt það besta til að auka sjálfstraust og  hreyfiþroska hjá börnum er sund. Ég er enn að stunda sund.hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Æji takk Björk mín,  þú ert nú ein mesta hetja sem ég þekki.  Það eru ekki margar manneskjur sem myndu tækla þá hluti  og erfileika sem þú hefur þurft að þola og ganga í gegn um eins vel og þú gerir.  Maður er oft að væla, en svo þegar maður hugsar til þín þá skammast maður sín.  Þú ert snillingur og hetja.

Einar Vignir Einarsson, 30.10.2007 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband