Þriðjudagur, 15. maí 2007
Mánudagur 14.05.2007
Góða kvöldið. Nú er ég að setja stefnuna til Færeyja. Ég ætla að fara að kinna fjárfestingarklúbbinn sem ég er í í Færeyjum. Ég flýg á Föstudaginn og kem til baka á mánudaginn. Ég er búin að bóka nokkra fundi bæði þi Thorshöfn og einnig í Runavík og Klakksvik og Fuglafirði. Það er gaman að glíma við þetta þetta er í fyrsta skipti sem ég kem nálægt svona löguðu.
Ég er að vona að Framsóknarflokkurinn fari bara í stjórnarandstöðu og noti næstu 4 ár til að skypta fólki út og setja yngra og sprækara fólk inn. Mér finnst það bara komin tími til. Við erum búnir að vera að horfa upp á að flokkurinn er að tærast upp innanfrá. Við þurfum að skipta Jónínu og fl. út og taka Björn Inga og Sæunni inn. Við þurfum ekki að vera að berja hausnum við stein varðandi það það er komin tími til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Sunnudagur 13 maí 2007
Jæja þá eru kosningarnar afstaðnar, og nú er bara að skoða niðurstöðurnar. Í mínum huga þurfum við Framsóknarmenn að skoða stöðu okkar og hvað við þurfum að gera innanbúðar hjá okkur. Ég vil skipta Jónínu Bjartmarz út fyrir Björn Inga og Sif Friðleifs út fyrir Sæunni. En mér finnst ekki að Jón Sigurðsson eigi að fara úr formannstólnum, en mér finnst að Björn Ingi eigi að koma í varaformanninn og mér finnst að Sæunn Stefáns eigi að koma sterkari inn í stjórnungunina í flokknum. Þetta er ungt og kraftmikið fólk sem þarf að nota í framtíðinni til að byggja fólkinn upp og taka með sér nýtt fólk með sér inn. Það er of mikið af fólki þarna innan dyra sem er ekki með nægilegan sterkan karegter til að standa í svona baráttu. Fólk á að taka formanninn sér til fyrirmyndar og nota þann slagkraft sem hann hefur.
En ekki er allt slæmt að ei boði gott, Bjarni Harðar komst inn og er ég mjög ánægður með það. Þarna er maður á ferð sem kemur til með að láta gott af sér leiða í framtíðinni ekki spurning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. maí 2007
Munið að kjósa Framsóknarflokkinn
Góðan daginn allir.
Þetta er fallegur dagur sem er vísbending um að við eigum að kjósa áframhaldandi stjórn. Við í Framsóknarflokknum komum til með að vinna jafn vel og við höfum gert undanfarin ár. Samstarf okkar og Sjálfstæðisflokksins hefur gengið frábærlega, og við værum ekki ein ríkasta þjóð veraldar ef við hefðum haft hér einhverja afturhalds og skömmtunar stefnu. Við erum víðsýn og horfum til framtíðar KJÓSUM FRAMSÓKNARFLOKKINN og viðhöldum góðærinu.
X-B
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Samgönguráðherra í ham.
![]() |
Leitað leiða til að lækka flutningskostnað til Vestfjarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
þriðjudagur 08.05.2007
Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í dag. Ég hef verið aðstoða Portúgalana hjá mér í að ganga frá skattaskýrslum og svoleiðis áður en þeir fara heim í sumarfrí. En við erum búnir að bíða eftir að fá kódana senda frá skattinum og fengum þá loks í dag. Þannig að maður verður að gera nokkrar skattskýrslur á þessu ári, en það er bara gefandi að hjálpa öðrum.
Ég fór svo á fund í Fjárfestingarklúbbnum sem ég er í. Ég væri alveg til í að vera að fara með þeim til Danmerkur í fyrramálið, það verður ábyggilega svolítil upplifun.
Ég átti rosa öflugt samtal við unga konu í kvöld sem er búin að vera glíma við krabbamein. Þetta er kona sem hefur alltaf gengið fjallveginn í lífinu ( fer alltaf erfiðu leiðina ) það er sama hvað kemur uppá skal hún alltaf fara erfiðu leiðinna. Þessi kona er búin að upplifa lífið á ótrúlega erfitt, en að tala við hana gefur manni svo mikið, þó svo að svo ylla er komið fyrir hjá henni er hún svo jákvæð og skilningsrík og raunagóður einstaklingur og hún er á fullu að hjálpa öðru fólki þó svo að hún sé að berjast við þennan sjúkdóm. Hún var aðeins down í kvöld vegna þess að það fannst ver fannst hjá henni gær á öðrum stað en hinir hnútarnir. Hún var ekki að kvarta yfir því það sem henni fannst var, að það var svo erfitt var að bíða þar til á Fimmtudag til að fá út úr sýnatöku. Vegna þess að henni langaði svo að fara að hitta fólk til að miðla reynslu sinni á lífinu "Þvílíkur kraftur" Hún stoppar ekki.
Maður fyllist vanmáttar þegar maður heyrir í svona mögnuðum einstaklingum.
Bloggar | Breytt 10.5.2007 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Laugardagur 05.05.2007
Hæ.
Ég er að velta fyrir mér hvað liggur á bak við það einelti sem Framsóknarflokkurinn er að á í fjölmiðlum og frá stjórnarandstöðunni. Ég er farin að trúa því að andstæðingar okkar í pitík séu að kaupa fréttamenn til að byrta óhróður um flokkinn. Ef satt er að Jónína Bjartmars hafi beitt sínum áhrifum til að tengdardóttir hennar hafi fengið Íslenskan ríkisborgararétt þá er gagnrýnin réttmæt og hún ætti að segja af sér þingmensku ekki spurning í mínum huga. En hitt er svo annað mál, þeir sem eru í nefndini ættu að gera slíkt hið sama. Það er ekki spurning að þeir sem eru inni á þingi vita allt um alla og eru í því að samtryggja hvern annan ef þeir geta. Auðvitað vita allir í nefndinni að þessi blessuð stúlka er tengdadóttir Jónínu, en allir í nefndinni eru samsekir og ættu að segja af sér.
En nóg um það, ég er búin að vera að vinna í dag og er alveg hissa á hversu mikið er byggt hér enn það virðist ekkert lát vera á framkvæmdum enn. Við erum orðnir algjörlega yfirbókaðir í verkum út þetta ár sem horfir í að vera besta ár verksmiðjunnar, og betra en s.l. ár sem var algjört met ár.
Ég er að vinna mikið með fólk og maður upplifir einnig eymdina einnig þó við séum að horfa á velmegunna á öðrum sviðum. Öfgarnir eru í báðar áttir. En ég er ekki viss um að þó svo að vinstri flokkarnir komist að að þá batni lífskjörin eitthvað. SWagan segir að eftir að vinstri stjórnir hafa verið við stjórn hefur allt verið ei rjúkandi rúst eftir 4.ár ef þær stjórnir hafa tollað svo lengi. Ég get ekki séð hvernig Jón Magnússon, Ingibjörg Sólrún, og Steingrímur, ætla að vinna saman, sjálfsagt er þetta hið vænsta fólk en ég hef enga trú að þau geti starfað saman og það er hættulegt að hleipa þeim saman. Ég veit líka að þau öll verða að fá að ráða til að þau þrífast sem best því hvert þeirra eru svo miklir hrokar að þau hafa aldrei látið að stjórn annara,,þó að umræðan um Framsóknarflokkinn sé svona er hann þó sá flokkur sem getur unnið með hvaða flokk sem er en samt er stjórnarsamstarfið nú, búið að vera þjóðinni mjög farsælt undanfarin 16 ár. Það hefur aldrei verið eins mikil hagsæld hér í norðurhöfum áður. Það er ekki bara Sjálfstæðisflokknum að þakka eins og sumir þingmenn vilja halda fram það er mest Framsóknarflokknum að þakka hversu svegjanlegur hann er og hvað það er mikill samstarfsvilji er hjá okkur í flokknum að halda áfram á sömu braut. Það er einnig gaman að sjá hvað það er mikill munur er á ráðherrum flokkanna að láta ná í sig og ræða mál sem koma upp. Ég hef sjálfur reynslu af því. Ég hef haft samband við Jón Sigurðsson og einnig Halldór Ásgrímsson þegar hann var við stjórnvölin ég hef alltaf náð í gegn strax og getað borið mín mál upp við þá. En hinns vegar er ég búin að reyna að ná í Samgönguráðherra í 9 mánuði og ekki einusinnni fengið svar eða höfnun á samtali hann hlýtur að vera svona merkilegur að hann svarar ekki einu sinni. Ég skrifaði líka Formanni Samgöngunefndar ( Guðmundi Hallvarðssyni)bréf jú hann svaraði erog ætlaði að koma okkur á fund er síðan eru liðnir margir mánuðir. Ætli það sé vegna þess að ég viti of mikið hvernig allt er þarna innandyra ... kanski???
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Fimtudagur 03.05.2007
Hæ.
það er búið að vera mikið að fréttum sem mér hefur borist til eyrna í dag. Til dæmis er ég að frétta það að Atlantskip sé komið á sölu og að Eimskip hafi verið boðið það til kaups en þeir hafi hafnað því. Þetta er slæmt ef satt reynist og þá kannski helst fyrir Vestfirðinga þar sem eir voru að reyna að semja við þá um flutninana Vestur.
En ég var að gera fleira en að fá fréttir, ég skelti mér á mynd í Háskólabíó sem heytir Leyndarmálið. Mjög athygliverð mynd, og margar spurningar sem komu upp í hugan hjá manni. Manni langar bara að fara á skólabekk þegar maður fer á svona fyrirlestur, en það var fyrirlestur eftir sýningu myndarinnar.
Þeir voru þarna að reyna að sýna sig frá Frjálslindaklokknum, en mér finnst að það að henda Margreti Sverris út úr flokknum og að taka Þjóðarhreyfinguna inn hafi flokkurinn sett sig niður allavega í mínum huga.
En mér finnst það líka miður ef Framsóknarflokkurinn fær ekki meira fylgi en kannanir sýna. Þar innanborðs eru fullt af fólki sem er og hefur verið að gera góða hluti og er vel framboðlegt sem fulltrúar þjóðarinnar, en þar eins og í ÖLLUM flokkum er líka fólk sem á að vera farið úr pólitík fyrir löngu og á að sjá sóma sinn í því að hverfa á braut eftir að í ljós kemur óheiðarleiki og fólk á að segja af sér um leið og svoleiðis skeður en pólitík á Íslandi er svo spillt að það hálfa er nóg. Menn sitja og sitja og passa eginn rass út í það endanlega og þegar á þá er gengið þá vissu menn ekkert um málin eða voru búin að gleyma því, ég segi ef fólk er svona gleymið þá á það ekki að vera í svona stöðum, einnig ef fólk fylgist ekki með þá er það ekki hæft til að vera að setja Landslög og reglugerðirfyrir okkur hin sem teljum okkur í lagi. En það er alveg sama hvað gengur á þessir háu herrar og frúr sitja endalaust þó að það sé innvinklað og innmúrað í allskonar mál, sem við almúin værum komin á svartan lista í öllum bönkum og stofnunum í landinu ef á okkur yrði sannað að við værum í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
01.05.2007
Hæ.
Í dag var fínn dagur til að fara í golf. Ég skellti mér á Akranes minn gamla heimabæ, og tók nokkrar holur. Það var rosa skemmtilegt að koma þangað að spila þrátt fyrir rokið. Mér finnst svo gaman að vera einn í vorinu og getað slakað á við svona aðstæður. Það sem er að koma mér svo mikið á óvart hvessu mikið er byggt allstaðar, Mosó,Kjalarnesi, Akranesi, og í skattaskjólinu á Hagamel he he he.
Ég fór í fyrsta skypti að álverksmiðjunnni á Grundartanga um daginn þetta er algjört monster að stærð!! ég hef aldrei spáð í þetta fyrr en nú þegar að ég þurfti að fara þangað að laga holplötur sem við framleiddum. En það var annað sem kom mér skemmtilega á óvart þarna það var allt var hreynt og snirtilegt þarna hjá þeim miðað við umfjölluninna sem Álverið í Straumsvík fékk, en það skal tekið fram að ég fór ekki inn í verksmiðjuna.
Mér fannst líka dapurlegt hversu lítill útgerðarbragur er á Akranesi í dag miðað við hvernig það var þegar ég bjó þarna. Þetta flotta fyrirtæki Haraldur Böðvarsson er ekki svipur hjá sjón eina sem ég fann var fílan af hausaþurkuninni ekki gott fyrir íbúa á neðri Skaga. Gamla skipið mitt Skeiðfaxi lá bundið við bryggju haug riðgað og skýtugt og lítið sem ekkert viðhald á því og maður sá ekkert líf í verksmiðjunni eins og var áður fyrr. En Akranes hefur tekið stakkaskyptum hvað varðar snyrtimennsku og það er gaman að sjá hvessu mikið fólk er að hreyfa sig og rægta sjálfan sig þarna enda mikill íþrótta bær. En því miður fékk ég ekki þessi gen en vonandi koma þau einhverntíman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Breytingar á Grímseyjarferju!!!
Gott fólk.
Ætli einhver svari fyrir þessa vitleysu sem er þarna í gangi. Égt efast um það, frekar en á öðru sem viðgengst þarna í ráðuneytinu og í Samgöngunefnd.
Það hefði verið ódýrara að láta smíða nýtt skip heldur en þessa vitleysu. Svona er allt hjá þessum snillingum.
![]() |
Kostnaður við breytingar á Grímseyjarfjerju yfir 500 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)