Fimmtudagur 07.06.2007

Kæru landsmenn.

Ég er orðlaus eftir að ég sá viðtalið við nýjan Samgönguráðherra í sjónvarpinu í gærkvöldi varðandi nýja Grímseyjaferju.  Hann var með stórar yfirlýsingar í kosningabaráttunni ég var mjög ánægður með það hjá honum og var á tímabili að spá í að kjósa Samfylkinganna, en svo kemur hann í viðtal og segir að það sé kannski eitthvað að þvíligt bull.  Eru menn svona veruleikafirrtir að menn gleyma hvað þeir sögðu í gær.  Ég batt rosalega miklar vonir að fá landsbyggða mann í þetta ráðuneyti Kristján Möller hefur verið mikill talsmaður samgöngu bóta hjá þessu þjóðfélagi en svo kemur hann í óska ráðuneyti og er bara búin að gleyma hvað hann var að segja sjálfur.

En nóg um það, við komur frá Færeyjum eftir mikla seinkun á mánudagskvöldið.  Það gekk sæmilega hjá okkur úti eiginlega bara rosa vel.  Við erum líka með það góða vöru til að selja.  Við erum mjög ánægð með hvernig Færeyingar tóku okkur enda höfðingjar heim að sækja.  Sumir sem voru í hópnum voru mjög þreyttir enda sýndi ég þeim Færeyjar á 110 km hraða he he he he.  Við fórum í Kaggann líka það var rosa gaman að koma þangað eftir þessi ár.  Það er svo mikill mismunur á að skemmta sér í Færeyjum eða hér heima.  Það er allt svo afslappað og fínt þarna úti.  Ég skoðaði þau hús sem við erum að byggja hjá Einingarverksmiðjunni ég var rosa montinn að því sem við erum að gera í þessu fyrirtæki. 

En í dag set ég út á Keflavíkur velli á leið til Spánar og ætla að vera í 3 vikur í fríi í sumarhúsi á vegum Verkstjórafélaginu.  Ég tek kónginn minn með mér og svo kemur Íris og Salka verða með okkur í eina viku.  Það verður fjör hjá okkur, við erum að spekúlera að fara yfir til Marakó og fl og ekki má gleyma GolfinuWink


Þriðjudagur 05.06.2007

Ég er ánægður með að miðstjórnarfundurinn sé svona fljótt.  Ég er mjög ánægður með að Guðni sé að taka við en ég hefði viljað að fá Björn Inga eða Sæunni til að taka varaformanninn.  Mér finnst að ábyrgð þess fólks sem er búin að vera við stjórnvöldin þennan dýfu tíma sé allt í lagi að hleypa yngra fólki að.  En við framsóknarmenn eigum nóg af góðu ungu fólki í flokknum að mínu mati.
mbl.is Miðstjórnarfundur Framsóknarflokks á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugardagur 02.06.2007

Hæ allir.

Nú erum við í Færeyjum .  Við komum í gærkvöldi og tókum smá rúnt í Þórshöfn og vorum að skoða,  það var mikið um að vera í höfuðstaðnum og mjög skemmtilegt.  Við komum ekki í húsið sam við erum með að láni í Svináir fyrr en kl 0400 í nótt.  Við vöknuðum snemma í morgun og héldum fyrstu kynningu í Runavik.  Það var mjög gott að byrja þar.  Við náum 100 0/0 árangri þar.  Við förum svo víðar í dag til Þórshafnar og jafnvel til Klakksvikur.  Eftir fundinna í dag er stefnan sett á KagganW00t

Í fyrramálið verður byrjað aftur og verður tekin sami rúnturinn og fundað á sömu slóðum.  Og fundinn  Þórshöfn verður í MBF-húsinum Íslandsvegur. Endilega látið alla vita sem þið þekkið í Færeyjum.  Ég kem með myndir úr ferðibnni inn á síðunna á morgun. 

P.S það eru ekki allir sem eiga gott með að vakna á mornanna þeir skylja sem til þekkja he he he he.


Föstudagur 01.06.2007

Hæ allir.

Ég var að koma ofan af Akranesi í kvöld, þar sem ég var með minn fyrsta fyrirlestur með Power point glærum.  Þetta var mikil upplifun hjá mér og ótrúlega erfitt, enda hikstaði ég og stundi he he he he.,  En þetta var virkilega gaman og gott fyrir sálartetrið að takast á við svona mál.  Þetta gekk bara vel ég er stoltur af sjálfum mér.  Í dag er ég að fara til Færeyja og er að fara í vinnuferð og ætla að nota ferðina til að kinna fjárfestingarklúbbinn minn í leiðinni.  Við erum að fara að skoða ákveðna hluti og verður það ákaflega forvitnilegt og mikið challens fyrir mig og mína og getur verið nýtt upphaf fyrir mig og mína.  Það er skrítið að vera að fara í frí og vera ekki í vinnu og skýtugur upp fyrir haus he he he Happy.  Og í þessari ferð fáum við Ítalíu og Færeyjar spila þá einum fallegast velli heims.  Það verður geggjað.  Með mér verður fólk sem aldrei hefur komið til Færeyja svo að það verður gaman að sýna þeim eyjarnar. 

Mér finnst Færeyjar geggjaðar og mig hefði langað að flytja þangað en konan mín vildi ekki koma á þeim tíma en ég var þarna í ein 2 ár að sigla. 

Við verðum með fundi í Runavik og í Þórshöfn og jafn vel í Klakksvík kannski meira en þetta eru bara 3 dagar. Við verðum að hafa Sunnudaginn í slökun og fara í kirkju það er rosa lega gaman og að finna hversu gott fólk býr í Færeyjum .  'Eg hlakka mikið til en ferða sagan kemur kannski síðar ef vel gengurLoLW00t


Mánudagur 28.05.2007

Hæ allir.

Ég er búin að eiga mjög góða helgi.  Við hjónin erum búin að vera að leika okkur við barnabörnin og í golfi fara í bústað og fl.  En á morgun tekur alvaran við.  Ég vil halda áfram í þeirri vinnu að koma strandsiglingum af stað aftur .  Þetta er þráhyggja í mér.  Mér finnst að þjóð sem býr á eyju i að hafa strandferða skip í gangi.  Við erum ekki með það góða veigi að þeir þoli þetta álag.  Einnig er það konseft að vera með skip í siglingum sem ekki fer út til Evrópu eða Ameríku í samkeppni við stóru skipafélögin eigi fullan rétt á sér.  Ég vona að sá Samgönguráðherra sem nú er tekin við hafi meiri skilning en fyrirrennari hans hann skyldi ekki neitt yfir höfuð og var ekkert á Íslandi yfir höfuð. 

Við Íslendingar verðum að hafa strandferðaskip í gangi og við eigum að efla menntun sjómanna til að þessi stétt lognist ekki útaf.  Við erum með öflugustu siglara í heimi í dag ekki missa það niður.  Við erum með erfiðasta hafsvæði í heimi og hæðstu úthafsöldu í veröldinni og eigum að auglýsa okkar fólk sem það besta á því sviði.  Í dag er Gæslan að týna þessa ræfla upp og hugga þá hér fyrir sunnan landið af því að þeir kunna ekkert að sigla við svona aðstæður.  Tökum okkur tak og hefjum strandsiglingar og markaðssetjum okkar frábæru´skipstjórnar menn út um víða veröld.


Við eigum bara að veiða ekki spurning.

Við og allir aðrir eigum að veiða hvali, eins og þarf til að halda lífríki hafsins í jafnvægi.  Annars fer ylla, Við verðum að veiða fisk til að fæða mannkynið og það verður að halda jafnvægi í hafinu, en hvalir éta það mikið úr fæðukeðjunni að það er farið að raska lífríkinu.  Það er ekki langt þangað til að við verðum að hætta að veiða fisk og fl til að hvalirnir fá eitthvað að borða er ekki betra að éta þessar skepnur líka með fiskinumWink
mbl.is Japanar opnir fyrir málamiðlunum á hvalveiðifundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðvikudagur 24.05.2007

Sælt veri fólkið.

Í dag er maður búin að vera fylgjast með umræðunni varðandi nýju Ríkisstjórn.  Þetta fólk er sjálsagt mjög gott en þó eru nokkrar spurningar varðandi Ráðherra skipananna.

  1. Hvers vegna er Ágúst Ólafur sem er varaformaður Samfylkingaunnar ekki í ráðherrahópi Ríkisstjórnarinnar.
  2. Hvers vegna er Björn Bjarnarson áfram ráðherra?  svo er í stefnu skránni að ábyrgð ráðamanna verði meiri!!!!! er þessi ráðherra á gráu svæði.... allavega að mínu mati.
  3. Ég skil ekki stöðu Össurar af hverju hann en ekki Katrín Júlíusdóttir,  Hún hefur verið Samfylkingunni til sóma sem þingmaður og verið °fulltrúi ungakynslóðarinnar til fyrirmyndar að öllu leiti sterkur karegter þessi stelpa ekki spurning í mínum huga fyrst varaformaðurinn var niðurlægður að láta hana ekki fara inn  er bara skandall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og sýnir bara hrokann hennar.

Svona lít ég á þessa stjórn, en ég óska henni velfarnaðar í framtíðinni og vonandi haldúr hún út kjörtímabilið en það gæti hryggt í henni á haustmánuðum.

En Jón Sigurðsson formaðurinn minn sagði af sér sem formaður Framsóknarflokksins í dag og er það miður að mínu mati,  Jón er skörungur til vinnu og það hefði verið gott að hafa hann áfram.  En mig langar að sjá Björn Inga Hrafnsson eða Sæunni Stefánsdóttir í formannssætinu vegna kraft þeirra í starfi á undanförnum mánuðum og árum.  Ég var að lesa bloið hjá Birni Inga þar sem hann bendir á Valgerði Sverrisdóttir mér finnst það út í hött.  Það þarf að fá ungt og kraft mikið fólk í yfirstjórn flokksins að mínu mati.  Guðni Ágústsson er skemmtilegur og góður maður, en mér finnst hann meiga bera ábyrð líka á slæmu gengi flokksins, og að mínuu mati á að skypta út í brúnni.


Sunnudagur 20.05.2007

Mér er efst í huga  hvað þessir sömu menn eru veruleikafyrtir að segja ekki af sér þingmennsku.  Það er ekki verið að strika menn út nema að menn hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu.  Það þarf að koma því meira inn hjá hinu háa Alþingi að ef svona kemur uppá eiga menn að segja af sér þingmennsku ekki spurning.
mbl.is Árni og Björn færast niður um eitt sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagur 20.05.2007

Sælir allir.

Umræðan síðustu daga hefur verið svolítið um að kvótakerfið og afleiðingar þess vegna þess að Kambur á Flateyri er að hætta starfsemi sinni.  Ég veit að í þessu sambandi er það ekki rétt að kvótakerfið hafi slátrað þessu fyrirtæki.  Ég veit að Hinrik og fjölskylda hans og allt þeirra heimilislíf hefur snúist um þetta fyrirtæki, þau hafa verið vakandi og sofandi yfir þessu öllu.  Mín skoðun er sú að þetta blessaða fólk er bara orðið þreytt og vill bara að fara hvíla sig og njóta þess sem það er búið að þræla fyrir á meðan það getur losnað út úr dæminu, en ég er ekkert viss um að það verði svo auðvelt eftir að þessa nýja ríkisstjórn verður búin að vera við völd í smá tíma. En hitt er annað mál að sagan hefur verið þannig undanfarin ár sérstaklega eftir að afkomendur Einars Guðfinnssonar og Haraldar Böðvarssonar og Einars ríka og Alla ríka og þessara stóru hetja í Íslandssögunni hafa verið að koma inn í fyrirtækin.  Þá hefur markaðssetningin og frjálshyggjan, einkavæðingin, eða einkavinavæðingin verið í hámæli.  Skoðum þessi fyrirtæki sem þessar hetjur börðust af lífsins kröftum að byggja upp hvar eru þau núna öll farin í hendurnar á öðrum og alltaf versnar þetta.  Skoðum hvernig Samherji hefur verið að brytja hvert bæjarfélagið niður á fætur öðru, og núna síðast Sjóla útgerðina á Kanarí.  Hvað getið þið ýmindað ykkur að greiðslan hafi verið...... ????  Sjólaskip eru búnir að vera gera góða hluti þarna úti, svo kemur skrímslið frá Íslandi og étur þá, ótrúlegt dæmi.  Svona hefur frjálshyggjan farið með alla hluti.. Græðgin, öfundin, þráhyggjan, arðsemiskröfurnar,vaxtapólitíkin.  Þetta eru ástæður þess að við þessar vinnandi hendur getum ekkert annað en að láta berja áfram á okkur og lækka í launum og vinna meira (just over broke)  Okkur er haldið við hungur mörk á meðan þessir auðvalds menn kaupa og selja og brytja niður allt sem þessir gömlu voru búnir að byggja upp. 

Eina ráðið er að fara að fjárfestra á þessum sömu mörkuðum og þessir karlar.  Við eigum í fyrsta sinn möguleika á því núna.  Hafið samband ef þið viljið vita meira.


Fimmtudagur 17.05.2007

Til hamingju Framsóknarmenn, það eru góðar fréttir að koma í loftið núna.  Við erum farnir úr stjórninni.  Ég held að þetta sé okkur til framdráttar.  Ég hef ekki trú að Solla styðja nái að' gera stóra hluti með Sjálfstæðisflokknum.  Það er hver höndin á móti annarri í flokknum hjá henni svo að það verður bara innri barátta hjá þeim.   En hvað okkur Framsóknarmenn varðar, þá snúum við okkur að því að stokka upp hjá okkur og stöndum fast við hlið formanns okkar og virkjum ungt og kraftmikið fólk hjá okkur, og látum þá sem hafa mest skemmt fyrir okkur fjúka.  Þeirra tími er liðinn eins og kerlingin sagði.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband