Miðvikudagur 24.05.2007

Sælt veri fólkið.

Í dag er maður búin að vera fylgjast með umræðunni varðandi nýju Ríkisstjórn.  Þetta fólk er sjálsagt mjög gott en þó eru nokkrar spurningar varðandi Ráðherra skipananna.

  1. Hvers vegna er Ágúst Ólafur sem er varaformaður Samfylkingaunnar ekki í ráðherrahópi Ríkisstjórnarinnar.
  2. Hvers vegna er Björn Bjarnarson áfram ráðherra?  svo er í stefnu skránni að ábyrgð ráðamanna verði meiri!!!!! er þessi ráðherra á gráu svæði.... allavega að mínu mati.
  3. Ég skil ekki stöðu Össurar af hverju hann en ekki Katrín Júlíusdóttir,  Hún hefur verið Samfylkingunni til sóma sem þingmaður og verið °fulltrúi ungakynslóðarinnar til fyrirmyndar að öllu leiti sterkur karegter þessi stelpa ekki spurning í mínum huga fyrst varaformaðurinn var niðurlægður að láta hana ekki fara inn  er bara skandall fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og sýnir bara hrokann hennar.

Svona lít ég á þessa stjórn, en ég óska henni velfarnaðar í framtíðinni og vonandi haldúr hún út kjörtímabilið en það gæti hryggt í henni á haustmánuðum.

En Jón Sigurðsson formaðurinn minn sagði af sér sem formaður Framsóknarflokksins í dag og er það miður að mínu mati,  Jón er skörungur til vinnu og það hefði verið gott að hafa hann áfram.  En mig langar að sjá Björn Inga Hrafnsson eða Sæunni Stefánsdóttir í formannssætinu vegna kraft þeirra í starfi á undanförnum mánuðum og árum.  Ég var að lesa bloið hjá Birni Inga þar sem hann bendir á Valgerði Sverrisdóttir mér finnst það út í hött.  Það þarf að fá ungt og kraft mikið fólk í yfirstjórn flokksins að mínu mati.  Guðni Ágústsson er skemmtilegur og góður maður, en mér finnst hann meiga bera ábyrð líka á slæmu gengi flokksins, og að mínuu mati á að skypta út í brúnni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband