°Laugardagur 21.07.2007

Góðan daginn.

Hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag.

Hann á afmæli í dag hann Vignir Sigur

Hann á afmæli í dag

húrra húrra húrra......

 

Í dag er nafni minn 1.árs.  Hann er að bjóða í grill í hádeginu þessi vinur.  Ég veit að það er búið að vera mikið að gera hjá mömmu hans og ömmu, allavega voru einhverjar tertur í ísskápnum hjá ömmunni í morgun þegar ég fór. 

Annars er bara allt gott að frétta af mér og mínum.  Við erum að bíða eftir dagsetningum frá brokernum í Danmörku hvenær skipið kemur til Andverpen, en þá förum við út að skoða.  Ég er orðin rosa spenntur að fara að kíkja á dallinn.  Ég er rosalega sáttur með að hafa sagt upp í vinnunni minni, mér finnst komin tími til að breyta til, þetta er allt of mikil vinna fyrir svona gamlan karl.

Ég er farin að skoða í kringum mig eftir nýju starfi, mér langar svolítið mikið í starf sem ég sótti í síðustu viku.  Það er akkúrat ég,  og það yrði góður skóli í það sem ég stefni.  En ég þarf endilega að fara til Möggu og fá eina lögn en hún er rosa mögnuð stelpan að skoða þessi kort he he he he he ...


Miðvikudagur 18.07.2007

Sælir allir. 

Égv er búin að vera dálítið sjokkeraður yfir þessu hörmulega slysi uppá Skaga.  Það er rosalegt hvernig svona hlutir eru fljótir að gerast, þetta stingur mig mjög sárt vegna þess að faðir minn fór í svona slysi.  Það var svo skrítið að ég var með fund uppi á Vík þegar ég frétti þetta og það minnti mig svo ótrúlega stert á mína uplyfun á sínum tíma.  Ég votta aðsendum og einnig vini mínum mínar dýpstu samúðar og ég bið góðan Guð að styrkja alla sem eiga um sárt að binda.

Af öðru, við erum líklega að fara til  Belgíu að skoða skipið sem við erum búnir að vera að skoða.  Þetta er alltaf að færast nær og nær því sem maður hefur verið  að vona.  Við erum byrjaðir að skoða markaðinn betur og erum bara sannfærðir.  Hjá okkur hér heima er lítil stelpa sem ætlar að lúlla hjá Afa sínum og er það bara yndislegt.

 Í bridge er það að frétta að for útboðið er að fara af stað í þessu Belgíska fyrirtæki, svo að það er hellingur í gangi hjá manni.


Föstudagur 13.07.2007

Sælir allir.

Nú er föstudagurinn 13.  hvað skyldi þessi dagur þíða fyrir mig???? Allavega á ég von um að eitthvað fari að ske í mínum hugðarefnum(  Skipamálum eða öðru sem er í handraðanum).  Þetta skip sem við ætluðum að skoða er nú í Tyrklandi og fer væntanlega þaðan í nótt og er á leið til Evrópu og munum við fara til móts við það þegar það kemur þangað.  Annars var hringt til mín í gærkvöldi og ég beðin á smá fund með mönnum sem eru að fara að gera einhverja stóra hluti í ferðaþjónustu en meira um það síðar. 

Hjó okkur í vinnunni minni er enn allt vitlaust að gera ég byrjaði kl 0500 í gærmorgun og byrja kl 0400 í nótt.  Ég er ekki alveg að skilja þessa þörf á öllu þessu húsnæði hér á landi????.  Ég fór að skoða plötur sem við gerðum í Holtagörðum og það er ekkert smá sem er í gangi þar vááááá.   Hvað þurfum við að nota svona mikið af verslunum.  Ég horfi út um gluggann heima hjá mér á slæðstu verslunarmiðstöð landsins sem er að rísa fyrir neðan Úlfarsfellið.  Hver á að versla í öllu þessu húsnæði.  Er þá ekki verðlagið í þessu landi eitthvað brenglað ef arðsemin á vörusölu er svo mikil að það þoli alla þessa uppbyggingu sem er í gangi ég spyr???.

Best að fara að sofa í hausinn á sér.

kv Jaxlinn


Bridge investment kynning á Akranesi.

Ágætu skagamenn nú verður kynning á Akranesi í Framsóknarhúsinu kl 2030.  Við komum uppeftir einhver og kynnum það nýjasta sem er að gerast hjá klúbbnum okkar.  Það er allt að gerast á næstu misserum svo endilega kíkið. 

Annas er bara gott að frétta hellingur að gerast hjá okkur í skipamálum alla vega er góður gangur núna, en það hefur svo sem verið áður en við skulum vona að það fari að detta hjá okkur.  Það þíðir ekkert annað en að vera bjartsýnn.  Við fengum gögnin frá eiganda skipsins í dag þannið að málið er komið á næsta level í söluferlinu.

Í vinnunni minni er búið að vera mikil keyrsla við erum að slá hvert metið á fætur öðru dag eftir dag.


Til hamingju Skagamenn.

Sælir allir.

Ég fór á Akranes á Írska daga.  Þetta var frábær skemmtun og Skagamönnum til sóma.  Ég endaði svo á Lopapeysunni og þar kom KÓNGURINN sjálfur Bubbi Morteins.  Hann er náttúrulega flottastur karlinn.  Ég hitti mjög marga sem ég þekki síðan ég bjó þarna.  Það var rosalega gaman þarna uppfrá.  En ég er að fara þangað aftur á miðvikudag.  En þá er ég með kynningu á Bridgeltd fjárfestingarklúbbnum.  Ég vonast eftir að fá að sjá sem flesta á fundinum sem verður í Framsóknarhúsinu.

 


LAugardagur 07.07.2007

Góðan daginn.

Ég er lítið búin að vera að blogga, þar sem ég hef verið á kafi í vinnu.  En ég er búin að vera að vinna í  ýmsum verkefnum, en til stóð að ég myndi fara til Tyrklands á mánudaginn að skoða skip sem, við erum að spekúlera að fjárfesta í.  En við hættum við að fara þar sem það er að koma til Andverpen í næstu viku,  það var svo stutt stopp í Tyrklandi hjá þeim að okkur fannst ekki taka því að fara alla þessa leið og jafnvel ekki hitta á þá.  Ég er líka að spekúlera að taka að mér smá verkefni á Andreunni en ég veit ekki hvað það verður miklið þar sem það er svo mikil vinna hér hjá Einingarverksmiðjunni.  Við höfum verið að slá öll met sem hafa verið sett í þessu fyrirtæki í framleiðslu frá upphafi.  En við höfum verið að steypa á 8 brautum holplötur og svo rifjapl. og fl.  Það er svo mikið í gangi í þessu þjóðfélagi að það hálfa væri nóg.

Ég er búin að vera að spekúlera að færa mig um set í vinnu en ég er ekki búin að finna neitt sem ég er spenntur fyrir enn.  ég veit ekki hvað ég geri en þetta er allt í vinnslu.  Ef við kaupum þetta skip kemur eitthvað sem ég hef áhuga á að skoða kannski ég er ekki viss um að mig langi á sjóinn aftur allavega ekki strax allavega.  Ég er rosa spenntur fyrir að fara að vinna í kringum Bridge fjárfestingarklúbbinn en það er í mestri vinnslu hjá mér.   ég fer til Írlands fljótlega í því sambandi og einnig til Færeyja aftur.  En það er að komast í gang þar. 

  Við Sirrý áttum silfur brúðkaup þann 03.07.2007 svo að við ætlum að skella okkur upp á Akranes á Írska daga.  Ég verð að fara að kíkja á Bubba!!!!!!!! en hann er snillingur þessi maður..  En allavega allir á Skagan!!!!!!!


Mánudagur 02.07.2007

Hæ allir. 

Þá er maður komin í slaginn aftur.  Ég hef verið að vinna síðan daginn eftir að við komum heim,  Og það er allt vitlaust að gera.  Ég er líka búin að vera að skoða nýja vinnu.  Ég er búin að fá tilboð um vinnu frá tveimur mönnum og ég veit að það er að koma meira allavega frétti ég það.  Við erum að fara að skoða skip í Hollandi sem við erum að fara að fjárfesta í.  Annað sem við erum að skoða er að koma á siglingu milli Þorlákshafnar og Evrópu og einn og einn túr til Ameríku.  Við erum búnir að fá það mikið af fyrirspurnum og´margir hafa haft áhuga á miklu samstarfi.  En maður er búin að vera bjartsýnn fyrr.  En einnig er verið að skoða hringsiglingar innanlands og vera í samstarfi við aðra sem sigla út.

Ég er búin að vera að vinna síðan kl 0400 í morgun svo að ég fer að fara í rúmið, orðin dálítið þreyttur.  Ég hef verið að skoða að vera að vinna fyrir annan um helgar eða fara með Dodda vini mínum einn og einn túr í hvalaskoðun og sjóstöng en ég get varla staðið í því á meðan vitleysan er svona mikil í vinnunni minni.  Ég fór einn túr um helgina með Andreu nýju skipi sem Gunni Leifur vinur minn var að koma með frá Svíþjóð, Mjög skemmtilegur bátur þar á ferð.  Ég fór líka einn golfhring í gær, og viti menn ég spilaði eins og engill.  Miðað við forgjöfina mína.  Það var ekki hægt að segja það um meðspilara minnGrin


thridjudagur 26 juní 2007

Hae  allir.

Nú er að styttast í að við komum heim,ég vaeri alveg til í að lengja aðeins meira.  En thad er ekki haegt því vinnan kallar og allt sem er í gangi hjá mér.  Tad er nefnilega hellingur í gangi núna.  Við erum búin að eiga rosalega gott frí og löngu tímabaert.  Ég sjálfur er búin að troskast helling og sjá ýmsa hluti í nýju ljósi eins og til daemis að hlusta á líkhama sinn. 

Vid erum búin ad bjoda óí veislu thegar vid komum heim, vid aetlum ad halda svaka party en vid eigum silvurbrúdkaup og aetlum ad fagna tví adeinsFootinMouth 

En ég er að fara á fullt í Bridge aftur ég er líklega að starta thessu á N-Írlandi og svo tharf ég ad hlúa betur í Faereyjum og síðan fer ég´til Portúgals um mánaðarmótin.  Mér gekk ekki eins vel og ég var að vonast eftir hér á Spáni en kannski tekst thad á endanum.

Sidan er thad skipamálin thau eru komin á fullan skrið vonandi, allavega er fullt í gangi.  Thannig ég er dottinn í sömu vistleysuna og ég var komin í he he he he he Wink


Laugardagur 16.06.2007

Við erum enn á Spáni og verðum thad áframWink okkur lýður mjög vel hér er hiti 33 stig heydskýrt og fínt.  Við vorum að koma af markaðinum í Flaminga.  Síðan er farið í sólbað og svo  á að grilla heima í kvöld.  Vid vorum á flottum kínverskum í gaerkvoldi aedislegt nema ad afa drengurinn var plataður svolítið í vidskyptum og hann var ekki ánaegdur með thad stór korkudíla tár féllu he he he.  Við Gunni erum ad fara í golf á mánudaginn en á morgun er skrúðganga og grill hér fyrir okkur Íslendinganna sem eru á thessu svaedi

 Meira seinna p.s. ég var ad setja inn myndir.


Spann er aedislegur

Hae allir.

Ég er búin að vera að reyna að koma inn myndum frá okkur en thad  hefur ekki gengið.  Ég veit ekki hvað er að.  Thad er búið að vera aedislegt hjá okkur hér úti.  Íbúðin er kannski sú besta en samt mjög fínt.  Ég fór með afastrákinn minn í gó-gard í kvöld aedislegt fjör.  En í dag er ég búin að vera uppi á sjúkrahúsi að bíða og bíða og bíða ég thurfti smá tjekk en allt í fínu samt en maður bolvar ekki heylbrigdistjónustunni heima eftir thetta.  Enda var konan í afgreiðslunni hissa á því að ég gat hringt heim og fengið fax með ljósriti á E111 kortinu mínu og thad kom strax.  En nóg um thad  thad er búið að vera frábert að vera slappa af eftir rosa mikla vinnu undanfarið, maður sér núna hversu maður hefur haft gott af thessu.  Ég er líka sáttur með að sjá brestina í stjórnarsamstarfinu strax enda er thad spá mín að thessi stjórn haldi ekki lengi enda sá maður hvernig var radad í hana af hálfu Samfylkingarinnar að thad var augljóst að thad er engin eining innan flokksins einungir valdagraedgi. 

Ég er að vona að thad hafi gengið vel hjá Danmerkurforunum en maður hefur engar fréttir fengið.  Maður hlýtur ad frétta eitthvað fljótlega. 

Bless i bili ég tharf að koma mer í baelid Salkan mín vaknar snemma en hún fer heim á morgun thad verdur hálf tómt í húsinu á eftirCrying


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband