Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Áframhald af hneyksli!!!!!!
Í dag er áfram hald á sögunni endalausu. Hver ber ábyrgð á ruglinu. Ef þetta væri einhver út í bæ væri búið að setja viðkomandi inn í gæsluvarðhald. Það kemur skýrsla og menn horfa ekkert á það. Síðan kemur Skipaverkfræðingur og gerir því líka vitleysu hendir henni á blað og eftir henni er farið, aumingja maðurinn er stein hissa að eftir honum sé farið í bullinu. Og til að verðlauna blessaðan manninn er honum troðið í nefnd sem á að gera tillögur um Grímseyjarsiglingar. HVAÐA BULL ER ÞETTA. Ég er búin að segja það oft og á eftir að segja það oftar að fyrrverandi Samgönguráðherra á að segja af sér þingmennsku og núverandi Samgönguráðherra á að vera sá maður og koma fram og segja sannleikan í þessu máli ef ekki á hann að fjúka líka fyrir yfirhylmingu mála í opinberu starfi. Þetta er fast skotið en ég get staðið við það. Ég veit það mikið um störf fyrrverandi Ráðherra undir höndum að ég hef efni á því að halda svona fram. Það eru fleiri sem þingmenn sem mættu aðgæta gjörðir sínar úr Samgöngunefnd. Ég er með tölvupósta og fl sem sannar það.
Ég er að velta fyrir mér hvaða skip blessaður skipaverkfræðingutinn hafi skoðað.
![]() |
Vandamálin má rekja til ófullnægjandi undirbúnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Mánudagur 13.08.2007
Hæ allir.
Það eru enn einar fréttirnar af slysförum nú og einn enn lætur lífið í bílsslysi. Þetta tekur alltaf mjög mikið á mig og það rifjast upp fyrir mér slysið hjá föður mínum á sínum tíma. Ég votta öllum aðstandendum mínar dýpstu samúðar.
Annars er dagurinn búin að vera mjög góður hjá mér. Ég er búin að vera vinna mikið í tölvunni minni í bréfaskriftum og fl. Síðan var farið í golf með fyrrverandi vinnufélögum, og getið þið hver skildi hafa unnið!!!!!!! ekki þeir heldur kallinn sjálfur he he he he he eh eh eh fyrirgefðu Gummi minn. Síðan í kvöld fór ég í styrkingu í Árbæjarkirkju sem var rosa gott þegar maður er búin að vera á miklu flugi í hausnum.
Ég er rosalega ánægður með Grím bæjarstjóra í Bolungarvík með ástarvikuna það er rosalega sniðugt hjá þeim fyrir vestan að lífga svona uppá hversdagsleikan, og ekki veitir af eftir þessar leiðinlegu fréttir af niðurskurði á kvóta og sölu fyrirtækja og lokunar fyrirtækja fyrir vestan. En vonandi eru bjartari tímar þar í atvinnumálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Sunnudagur 12. 08.2007
Hæ.
Ég er búin að eiga mjög góðan dag. Við hjónin erum búin að fara langan göngutúr um Mosfellsbæ bara svona í gamni. Það er gaman að labba þar og fallegar gönguleiðir mjög hressandi. Við fengum til okkar í heimsókn í morgun litlu skvísurnar Sölku og Kamillu og voru hjá okkur í góðan tíma.
Annars er það að frétta að ég er komin í nýja vinnu. ÉG réð mig til Samskipa sem viðskiptastjóri frystivöruflutninga. Þetta er mjög spennandi starf og verður gaman fyrir mig að kynnast þessu. En maður hefur alltaf verið hjá litlum aðilum sem eru að basla af stað. Það verður gaman að sjá þetta hjá alvöru fyrirtæki.
Þarna hitti ég fyrir gamla stýrimanninn minn og skólabróðir og verðum við hlið við hlið hann með bulk, og ég frystivörurnar. Það verður voða fínt að kynnast þessum heimi, og ég er mjög spenntur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. ágúst 2007
Grímseyjarferjan sögð lélegt skip!!!!!!!!!!
Sælir allir
Hafið þið lesið greinina í BLAÐINU í dag. Ég hef verið að skrifa öðru hverju um samgönguráðherrann fyrrverandi, en nú finnst mér keyra um þverbak. Þeir skandalar sem þessi maður er búin að gera í sinni ráðherratíð eru þvílíkir að hálfa væri nóg. Nú kemur fram skýrsla sem honum var kynnt og hann hundsar þvílíkur hroki... dæmalaust. Og það sem er enn betra að nýr háttvirtur Samgönguráðherra sem gagnrýndi gjörðina á sínum tíma neitar að svara spurningum um málið. Hverslags samtrygging er þetta??? Á ekki Sturla Böðvarsson að segja af sér þingmennsku og einnig nýr Samgönguráðhegga einnig vegna yfirhylmingu, er ekki komin tími að menn æxli ábyrgð á gjörðum sínum. Mér er spurn???. Þetta er borðleggjandi að menn voru varaðir við kaupum á þessu skipi og allir vissu það einnig núverandi Samgönguráðherra.ÉG er kannski ekki hlutlaus en ég er einn af þeim mönnum sem vildi koma af stað strandflutningum í feederkonsefti, sem þíðir að við ætluðum að flytja vörur í veg fyrir stóru skipaflögin. En við vorum stöðvaðir í því og sá sem var yfir þeim málaflokki Samgönguráðherra bæði Sturla Böðvarsson og nú Kristján Möller hafa ekki enn svarað erindis bréfi okkar og sjá ekki ástæðu til að tala við okkur enn
Við vorum búnir að vinna mikið í þessu máli og kinna þetta víða og okkur vantaði herslumuninn til að klára dæmið, og þar af leiðandi minka álægið af vegakerfinu, en þeir hafa hundsað þetta mál algerlega. Ég talaði við Guðmund Hallvarðsson fyrrverandi formann Samgöngunefndar og hann ætlaði að athuga málin og hafa samband en ekkert hefur gerst NEMA að flutningar á vegum landsins eru nú niðurgreiddir af ríkinu og takið eftir ÞANGAÐ TIL AÐ VEGIR VERÐA ORÐNIR GÓÐIR.
Ég skora á ykkur öll að lesa greinina í blaðinu um Grímseyjarferju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 10. ágúst 2007
Guðjón er besti þjálfari Íslands
Þetta kemur mér ekki á óvart, þessi maður er algjör snillingur á þessu sviði. Það er engin þjálfari sem getur sýnt eins ferilbók eins og hann. Það er sama hvað hann fær í hendurnar hann gerir eitthvað úr því. Spekingarnir voru ekki að spá Sagamönnum góðu gengi í sumar. En hvað skeður hann er með rosalega ungt lið og reynslulitla stráka að stæðstum hluta og er í 3. sæti geri aðrir betur.
P.S hvenær fær hann Landsliðið það er komin tími á það!!!!!!!!
![]() |
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Fimtudagur 09 08 2007
Hæ allir.
Ég er enn heima að passa barnabörnin mín að einhverju leiti en mest reynir á ömmuna en ég reyni að létta undir. Ég hef verið að gera áætlanir og mynda okkur hugmyndir hvað við gerum í framhaldinu á þessari skoðunarferð sem við fórum í til Belgíu. En við erum að melta þetta með okkur enn. Við erum að fara á fund um helgina með mönnum sem eru að fara að gera stóra hluti í framtíðinni kannski eigum við samleið með þeim, það kemur kannski í ljós um helgina hvort af verður.
Ég var að fylgjast með umræðu í Kastljósinu í fyrrakvöld um einelti á vinnustöðum mér fannst þessi umræða svolítið merkileg og leiddi huga minn afturábak og var að hugsa um suma vinnustaði sem ég hef verið að vinna á, þar ætti endilega að taka til hendinni sýnist manni en maður á ekki að horfa afturábak því það er fortíðin við erum í deginum í dag og horfum til framtíðar. Ég er nefnilega að lesa Leyndarmálið og er að reyna að temja mér jákvæða hugsun til að vera jákvæður sjálfur
Ég var að hugsa í gærkvöldi eftir að ég las í Leyndarmálinu hversu líkt leyndarmálið er að byggja á og ALANÓn kerfið og ég fór að hugsa um dóttur mína og tengdason hvað þau eru að gera og hvað þau eru að áorka með þessu kerfi það er svolítið magnað. Þau eru í þessu kerfi og þau eru að gera svo flotta hluti að maður öfundar þau helling. En ég ætla að leggjast í þessa bók og í þetta kerfi og verða svona sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
Hver er að fjámagna svonalagað.
![]() |
Sextán ára stúlka tekin fyrir kókaínsmygl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 6. ágúst 2007
Mánudagur 06.08.2007
Hæ.
Við fórum á tónleikana með Stuðmönnum í gærkvöldi í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þarna var saman komin mikill fjöldi fólks og er það vel. En eitt sló mig mjög mikið, er hvernig fullorðið fólk hundsar og vanvirðir fatlað fólk í hjólastólum. Ég stóð ásamt fólkinu mínu fyrir aftan hóp af fólki sem var í hjólastólum ásamt aðstoðarfólki sínu sem átti í mesta basli með að vernda skjólstæðinga sína fyrir fullorðnu fólki sem vildi troðast yfir það. Fólk var ótrúlega skilningslaust á þarfir þessara einstaklinga og vildi bara fara sínu fram. Ég var að hugsa meðan ég stóð þarna að ætli fólk myndi haga sér svona ef þetta væru börnin þeirra sem sætu þarna í hjálastólum að reyna að skemmta sér við að horfa á þessa gömlu menn sprikla á sviðinu. Mér finnst að skipuleggjendur svona samkoma ættu að hafa sér svæði fyrir fólk sem er fatlað. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt en það er nauðsynlegt á svona samkomum. Sérstaklega á svona sem er erfitt að koma öllum þessum fjölda fyrir.
En mér fannst eða fékk á tylfininguna að þessi samkoma hafi verið skipulögð til að moka inn fjármunum, og ekki verið skipulögð í þaula. Það hefði margt betur mátt fara þarna. En framtakið er gott.
Við sáum mikið af Skagafólki þarna og manni Hlínar alltaf um hjarta rætur þegar maður hittir gamla og góða Skagamenn, taugarnar liggja alltaf heim he he he he.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. ágúst 2007
Sunnudagur 05.08.2007
Hæ allir.
Við erum bara búin að vera hér heima hjónin, með börnum og barnabörnum. Okkur finnst best að vera heima á Verslunarmannahelgi, hér er allt rólegt og engin erill hvert sem maður fer. Mér finnst rosalega skrítið að liggja í bælinu til kl 1000 og eða lengur he he he . Sirrý var einmitt að tala um hvað væri skrítið að vakna og ég í bælinu það er rosalega langt síðan að maður hafi slappað svona mikið af. Ég fór með Kamillu Stjörnu og það voru settir eyrnalokkar í hana hún er svaka skvísa með bleika eyrnalokka og afi gaf henni ís þegar hún var búin enda komu lítil tár þegar skotið var í hana lokkunum.
Við Sirrý erum farin að fara í göngutúra á kvöldin, það er rosalega hressandi að fara í létta göngutúra í svona fallegu veðri. Við kíktum á Einar frænda í gærkvöldi og hann lagði fyrir mig spil, það er svo merkilegt að hann segir alveg það sama og Magga mín. Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað hún er sniðugur í því að spá í Tarotspil. Ef allt rætist þá er bara bjart yfir kallinum á næstu misserum, miklir peningar og flutningar og ný störf he he he skrítið.
Við ætlum að fara niður í bæ í dag og rölta um bænum í dag og síðan ætlum við að fara á tónleikanna í Húsdýragarðinum í kvöld með Stuðmönnum einnig ætla ég að fara að sjá Bjössa spila á innipúkanum en hann er að spila í tveimur hljómsveitum þar í kvöld.
Ég fór í atvinnuviðtal á föstudaginn í annað sinn á sama stað, ég fæ að vita það eftir helgi hvort ég fái þetta starf, en ég er rosalega spenntur fyrir þessu starfi. Við erum líka að vinna að stórri áætlun ég og Skúli það er rosalega stórt dæmi sem er á algjöru byrjunarstigi og ég segi meira frá því síðar. Við erum enn að skoða reksturinn á Atlantic skipinu sem við fórum að skoða, en okkur finnst verðið á honum er heldur hátt.
Ég er á fullu í Bridge investment klúbbnum, og ég hef verið að skrá inn fólk enda er að styttast í að hægt verði að kaupa 3 sæti vegna þess að við erum að fara inn í Bretland, en þá breytist kerfið í silfur gull og platínu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Miðvikudagur 01.08.2007
Gott fólk.
Ég er komin aftur til landsins. Ég fór á samt Skúla tengdasyni til London, Amsterdam og Antverpen. Þetta var rosalega skrautlegt ferðalag. Við orum á fulli í 3. sólahringa samfellt. En tilgangur ferðarinnar var að skoða skip, og það tókst að komast á leiðarenda eftir mikið og strangt ferðalag. Við fórum til London HTR. og þurftum að komast til London STD. og það voru allar lestar hættar að ganga og fyrir tilviljun fundum við 1 strætó sem var í sinni síðustu ferð ha ha ha ha ha ................. Við urðum að fara með lest inní borgina á Leverpool street, og finna þennan strætó gora rigning og ógeð. En Sirrý og Magga biðu eftir okkur í bústaðnum í Grímsnesinu. En okkur leist mjög vel á skipið og er ´það næsta mál að skoða þetta dæmi vel og ýtarlega. Við komum síðan heim á aðfaranótt þriðjudags og síðan komum við hingað í bæjinn í dag og erum svo að fara á smá fund og síðan ætlum við að fara aftur í bústaðinn. Ég er hættur í vinnunni minni er núna að leita mér að nýju starfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)