Hvað skyldu ráðamenn gera fyrir Jón Ásgeir????

Mér finnst dæmalaust að þessir menn sem settu þjóðina á hausinn,skuli yfir höfuð ganga lausir.  Tala nú ekki um það að þeir skuli fá að vera stunda viðskipti, og fádæma að stjórnvöld og skilanefndir og stjórnvöld skuli vera að semja við þessa LANDR'AÐAMENN.  Ef Lögreglumaður verður gjaldþrota missir hann vinnuna!, ef Lögmaður verður gjaldþrota tapar hann réttindum tímabundið.  Ef bara smælinginn í landinu verður gjaldþrota eða fær á sig árangurslaust fjárnám,er hann settur út af sakramentinu.  En þessir snillingar eins og Jón Ásgeir Björgólfur og fleiri eru bara peppaðir upp og við þá meiri viðskipti þó svo að þetta séu landráðamenn.  er fólk í landinu fífl???  eða eru ekki fleiri í þessu landi sem geta verið í viðskiptum.
mbl.is Bjóða lítið í mikil verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekki svona "klárir" eins og þeir Einar

Jón Snæbjörnsson, 8.1.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rétt hjá þér - er ekki rétt að sækja þetta fé sem hann virðist eiga - varla fær hann mikið af lánum eða hvað ?

Það hlýtur að mega kyrrsetja hans eigur eins og ráðuneytisstjórans - eða gilda sérreglur um ráðuneytisstjórann? Minnist þess ekki að allar eigur annara hafi verið kyrrsettar.

Annar mun hafa verið kyrrsettur -(settur í farbann) hversvegna ekki Jón Ásgeir ? eða gilda sérreglur um þann sem var kyrrsettur?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2010 kl. 10:37

3 identicon

Sá ansi skemmtilegan brandara í einhverju blaðinu sem hljóðaði eitthvað á þessa leið " Það er verst að þeir stálu ekki súpu pakka. Þá væri örugglega búið að stinga þeim inn". En því miður virðumst við hafa algerlega máttlaus yfirvöld  í þessu landi. Það vantaði ekki munninn á Steingrím J. í kringum hrunið "frysta eigur auðmanna" osfrv hvar er svo framkvæmdin þegar þetta komma lið kemst á jötuna. Svei því. Gs.

Guðlaugur (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband