Sunnudagur, 19. ágúst 2007
Sunnudagur 19.08.2007
Hæ.
'eg er búin að hafa það fínt um helgina. Ég er búin að vera menningarviti . Við fórum á Klamra-Miklatún og horfðum á nokkrar hljómsveitir í boði Landsbankann. Þetta eru frábær framatök hjá bönkunum og listamönnum mikil lyftistöng til að getað ræktað í sér lystagenin og komið þeim á framfæri. Við fórum svo niður á Laugaveg og enduðum inn á Dillon til að sjá Mínus spila. Við gáfumst upp því að unglingurinn minn hann Magnús Máni fannst þetta óbærilegur hávaði . Svo að við röltum niður að sjá til að horfa á flugeldasýninguna. Og ég sá ekki eftir því, þetta var flottasta sýning sem ég hef séð hér á landi. Takk fyrir hana Orkuveita Reykjavíkur. Við vorum á frábærum stað og ekki troðningur eða neitt en ég hef ekki séð eins mikið af fólki á Menningarnótt. Það er líka miklu betra að fara með sýninguna út á ytri höfnina, og það eru miklu betri aðgengi fyrir alla að sjá hana enda er hún há punkturinn á Menningarnótt.
Síðan í dag er ég bara búin að vera rækta sjálfan mig á sál og líkhama. Ég er búin að vera að lesa og síðan fara á fund,og síðan fór ég með barnabörnin mín í langan göngutúr enda var amman að vinna svo að það var bara fínt að rölta með börnunum. Þetta var rosalega gaman og gaman að vera með þeim. Síðan eru allir í mat hjá okkur í kvöld.
Athugasemdir
Náin fjölskylda er ómetanleg
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.