Sunnudagur 07.10.2007

Í dag er slökun hjá mér í barnapössun.  Ég er að fara að keppa í golfi upp á Bakkakotsvelli.  Það er boðsmót sem ég er að fara í.  Þetta er síðasta mótið sem maður kemst á árið 2007.  En ég er búin að vera spila svolítið í sumar og er bara vaxandi. 

Í kvöld ætla ég uppá Skaga og skoða lóð sem ég get hugsamlega fengið.  Það eru svolítið blendnar tilfinningar að vera að hugsa um þetta, en svona er þetta.  Ég er fæddur þarna og uppalin svo að þetta er dálítið spennandi fyrir mig, kannski verður ekkert úr þessu, og ég veit ekki hvernig Sirrý tekur þessu brölti mínu en hún er svo háð litlu barnabörnunum, en segi að það sé ekki langt uppá Skaga.  Svo er bara spennandi fyrir hana að fara að vinna í sínu fagi kannski á SHA eða á Höfða nei ég segi bara svona ég veit ekkert hvort af þessu verður þetta eru bara hugrenningar enn.

Ég er að byrja að vinna á fullu aftur í Bridge Investment klúbbnum það eru rosa spennandi tímar framundan þar.  Það er að koma inn Íslest fyrirtæki meðal annars gaman að segja frá því.  Ég get ekki sagt frá hvaða fyrirtæki það er en það er hellingur að gerast á næstu vikum og mánuðum.  Það er verið að flytja skrifstofuna nú um þessar mundir við erum að fá stórt húsnæði hér uppá Höfða þar sem, Íslensk-Ameríska var.  Ég átti að vera að vinna þar alla helgina en það er svo erfitt með fullt hús af börnum að komast frá (Djöfulsins væl er í manni Sirrý sér um þetta he he he he he) en allavega ég komst ekkert. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Og hvernig er svo lóðin? Ertu byrjaður að reyna að sannfæra Sirrý?

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Ég komst ekki en það verður á Þriðjudaginn.  Þá hefs sannfæringin he he he he

Einar Vignir Einarsson, 7.10.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband